Manchester United fer á morgun í heimsókn í unaðsreitinn Luton, borgina sem oftar en einu sinni hefur verið valin versta borg Englands. En á móti kemur að stuðningsmenn geta vonandi gætt sér á besta geitakarrí sem fæst við knattspyrnuvöll á Englandi, og upplifað á ný stemminguna á einum skemmtilegasta vellinum, gamli skólinn hreinn og ómengaður.
Sagan af Luton hefur verið sögð oft, upprisa félagsins með ólíkindum, og þessi vetur þeirra í úrvalsdeildinni hefur farið framar vonum, sér í lagi annarrar en þeirra sjálfra. Þeir hafa halað inn góðan slurk af stigum og þökk sé stigafrádrætti Everton eru ofar fallsæti. Vissulega væri fallið lílklegra ef ekki fyrir þessi vandræði Everton sem sér ekki fyrir endann á, og væntanlegan stigafrádrátt Forest en ef litið er til kaupa þeirra fyrir tímabilið og markmiða þeirra um að nýta þetta ár fyrst og fremst sem happdrættisvinning þá er staðan mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn þeirra.