Það er ekki kastað rýrð á neinn þó Úlfarnir séu kallaðir spútniklið síðasta árs. Liðið kom upp úr B deildinni og tryggði sér sjöunda sætið. Liðið varð aðeins þremur stigum á eftir United og því ekki mjög fallegt að kalla það sigurvegarann í deildi „hinna liðanna“ en þannig varð það. Nú er komið að þvi að fylgja þessari velgengi eftir og gera skurk í efstu sex liðinum. Stærstu kaup Úlfanna voru að tryggja sér krafta Raúl Jiménez sem var lánsmaður á síðasta tímabili og lykilmaður í velgengninni. Að öðru leyti hafa þeir að mestu verið að kaupa unga og efnilega leikmenn. Á móti kemur að þeir hafa ekki misst neinn af sínum aðalmönnum og munu því að mestu treysta á sama lið og reyndist svo vel á síðasta ári.
Harry Maguire er leikmaður Manchester United *staðfest*
We have an important announcement to make…
Welcome, @HarryMaguire93 👋 #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) August 5, 2019
Það eru rúm tvö ár síðan okkar eigin Halldór skrifaði:
Það er vert að minnast sérstaklega á varnarmanninn Harry Maguire. Hann er ungur leikmaður, mikill turn og gríðarlegur skallamaður. Lætur finna vel fyrir sér. Þrátt fyrir að Hull hafi tapað síðasta leik 2-0 þá valdi tölfræðisíðan WhoScored hann mann leiksins með 9,6 í einkunn. Það er fáheyrt að leikmenn nái slíkum einkunnum án þess að koma beint að eins og 2 mörkum auk þess að standa sig vel á öðrum sviðum. Einkunn Maguire útskýrist til dæmis af því að hann fór upp í 10 skallaeinvígi og vann 9 þeirra, vann allar 8 tæklingar sínar, komst 7 sinnum inn í sendingar andstæðinga, hreinsaði 7 bolta frá marki Hull, varði 3 fyrirgjafir, hafði betur í 5 af 6 skiptum sem hann reyndi að taka menn á og átti auk þess flestar marktilraunir síns liðs (4). Sannkallaður stórleikur hjá manninum.
Harry Maguire verður leikmaður Manchester United
Daily Telegraph skúbbaði þessu og aðrir fylgja.
The wait is over: deal agreed by Leicester City and Manchester United for the transfer of Harry Maguire https://t.co/G4i9J9Q50l
— Sam Wallace (@SamWallaceTel) August 2, 2019
#mufc have agreed an £80m fee with Leicester for Harry Maguire, subject to a medical.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 2, 2019
Maguire fer í læknisskoðun á morgun, og eftir hana verður þetta *staðfest* og þá kemur alvöru *staðfest* grein
Manchester United 2:0 Perth Glory
Liðið er tilraunalið eins og vera ber í upphitunarleik.
United tók æfingu að morgni leikdags og það sýndi sig liðið var frekar þungt. Perth spilaði enda mjög varnarsinnað og mátti kalla það 10-0-0 leikaðferð.
United náði ekki að brjóta niður 11 manns í teignum en besta færið var langskot Lingard sem varið var yfir. Chong var fínn í leiknum og átti að fá víti en dómarinn vildi ekki dæma. Martial var ágætur án þess að ná að klára og Daniel James komst ágætlega frá sínu.
Daniel James er leikmaður Manchester United *staðfest*
*uppfært 12. júní kl 14:08*
Það er orðið langt síðan að fyrsti orðrómurinn um að United ætlaði sér að kaupa Daniel James, 21 árs leikmann Swansea. Þessi orðrómur virtist alltaf nokkuð traustur, þó dregist hafi á langinn að ganga frá þessu og ýmis önnur lið nefnd í tengslum við drenginn.
Ein ástæða þess var sú að faðir James lést í síðasta mánuði og skiljanlega setti það strik í reikninginn.