Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Manchester United til næstu þriggja ára
Ole’s at the wheel! We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as #MUFC manager.
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2019
Björn Friðgeir skrifaði þann | 6 ummæli
Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Manchester United til næstu þriggja ára
Ole’s at the wheel! We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as #MUFC manager.
— Manchester United (@ManUtd) March 28, 2019
Björn Friðgeir skrifaði þann | 14 ummæli
Eftir meiðsli undanfarinna vikna var lið United því sem næst það sem Ole Gunnar var kominn með sem sitt aðallið. Dalot reyndar fyrir Young sem var í banni, og Lingard og Martial koma inn í fyrsta leik eftir meiðsli sem þeir hefðu hugsanlega ekki báðir gert ef Lukaku hefði ekki verið meiddur
Úlfarnir voru ánægðir með að leyfa United að hafa boltann úti á vellinum, bökkuðu mikið og spiluðu þétta vörn, vængverðirnir duttu alveg niður í bakvarðastöður þannig þetta var 5-4-1 hjá þeim. United komst lítið áfram gegn þessu, fyrsta skot ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik, og þá var það Paul Pogba sem skaut framhjá. Skyndisóknir voru augljóslega það sem Wolves var að spila uppá en þeir náðu þeim ekki heldur. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Áðan var dregið í Meistaradeildinni og Manchester United mætir Barcelona 10. og 16. apríl!
Heimaleikurinn er 10. apríl og útileikurinn viku síðar.
Ef United vinnur bug á Barca, bíður Liverpool, nú eða Porto í undanúrslitum
Hinu megin mætir Tottenham Manchester City, og Ajax keppir við Juventus.
Leikjaplanið í apríl verður þá einhvern veginn svona
2. apríl – Wolves (Ú)
6. apríl – Bikarundanúrslit ef við vinnum Úlfana á morgun.
10. apríl – Barcelona (H)
13. apríl – West Ham (H)
16. apríl – Barcelona (Ú)
21. apríl – Everton (Ú)
24. apríl – Manchester City (H)
28. apríl – Chelsea (H)
30. apríl/1. maí. Undanúrslit Meistaradeildarinnar… ef og þegar Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 12 ummæli
Það kom á óvart að Diogo Dalot fékk tækifærið á hægri kantinum eftir góða frammistöðu gegn PSG. Liðið var annars í frekar venjubundinni 4-3-3 uppstillingu.
Varamenn: Romero, Bailly, Rojo, McTominay, Pereira, Martial (71′), Greenwood (80′)
Arsenal stillti upp í þriggja manna vörn, og með báða framherjana inná, Lacazette og Aubameyang. Það var sá fyrrnefndi sem fékk fyrsta tækifærið en náði ekki til boltans á markteig, hefði getað orðið hættulegt þar. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 7 ummæli
Stærsta verkefnið sem Ole Gunnar Solskjær stendur frammi fyrir nú er einfalt: Að koma liði Manchester United niður á jörðina eftir eitt stórfenglegasta kvöld United í Evrópukeppni. Það er annað mál hvort stuðningsmenn verða komnir þangað, en það skiptir minna máli.
Það er hins vegar klárt mál að leikmenn United hlýtur að líða eins og þeir séu ósigranlegir, að fara til Parísar og koma heim með 3-1 sigur mun gefa þeim þann kraft sem þarf til að fara á Emirates á morgun og gera það sem þarf til að koma í veg fyrir að Arsenal komist aftur upp í fjórða sætið, og helst að leika eftir sigurinn í bikarleiknum um daginn. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!