Það er stutt hvíld frá Arsenal leiknum því á morgun kemur Burnley í heimsókn í fyrsta leik United í miðri viku i nokkurn tíma. Það er farið að verða fastur liður í upphitunum að tala um hvað það sé gaman að skrifa þær núna og það er engin breyting þar á í dag. Átta sigrar í röð og þó að Burnley hafi verið að rétta aðeins úr kútnum undanfarið er erfitt að spá einhverju öðru fyrir leik morgundagsins en að United bæti við þeim níunda. Það er reyndar ekki langt síðan það gerðist síðast, það var einmitt í jóla- og janúartörninni fyrir tveimur árum, undir stjórn José Mourinho.
Tottenham Hotspur 0:1 Manchester United
Lið United var nákvæmlega eins og búist var við
Varamenn: Romero, Dalot, Andreas, Fred, Mata, McTominay, Lukaku
Alexis Sánchez var meiddur og sat eftir heima í Manchester.
Tottenham var líka eins og búist var við, nema Jan Vertonghen var orðinn heill og spilaði.
Leikurinn byrjaði með nokkrum þreifingum og fátt markvert gerðist fyrr en á 9. mínútu að góð sókn Spurs endaði á fínni stungusendingu Alli á Winks. Skot hans varð þó að fyrirgjöf og eftir nokkurt þref og horn skaut Eriksen yfir. Vörn United ekki sannfærandi þarna gegn Alli og illa á verði gegn sendingunni.
Stóra prófraunin – Tottenham á Wembley á morgun
Það má hugsa sér það þessi auðvelda, á pappírnum, byrjun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United hafi verið úthugsuð, ekki einasta hafi Mourinho verið rekinn á þessum tímapunkti vegna frammistöðunnar gegn Liverpool, heldur hafi eigendur og Woodward horft á planið og hugsað hvernig staðan væri ef liðið færi í gegnum jól og áramót og næði fimm sigrum, að hætti og Mourinho og hann væri þá órekanlegur.
Ole Gunnar Solskjær er bráðabirgðaframkvæmdastjóri Manchester United *staðfest*
Manchester United hefur staðfest ráðningu Ole Gunnar Solskjær sem framkvæmdastjóra. Samningur hans gildir fram á næsta vor.
We can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has been appointed as caretaker manager until the end of the 2018/19 season.
He will be joined by Mike Phelan as first-team coach, together with Michael Carrick and Kieran McKenna. #MUFC
— Manchester United (@ManUtd) December 19, 2018
JOSÉ REKINN!
Staðfesting frá félaginu: https://www.manutd.com/en/news/detail/official-Manchester-United-statement-on-Jose-Mourinho
Sky að segja að Carrick taki við út tímabilið segir núna að utanaðkomandi tímabundinn stjóri verði ráðinn næstu daga!
Carrick to take United training this week and be in charge in an interim capacity, but club hoping to appoint an external caretaker manager in the coming days #MUFC @MirrorFootball