Fyrst deildarleikur ársins er á morgun þegar Tottenham Hotspur koma í heimsókn á Old Trafford. Arfaslakur desembermánuður okkar manna olli því að United situr í 9. sæti þegar þetta er skrifað og gæti fallið um eitt ef Newcastle vinnur City núna. Tottenham er hins vegar í fimmta sæti og áttu mun betri mánuð eftir smá hark þar á undan.
United vann þó skyldusigur á Wigan á mánudaginn var og Spurs sömuleiðis á heimavelli gegn Burnley og eru bæði lið komin áfram í bikarnum. Álfukeppnirnar setja sinn svip á leikinn, Spurs eru með Son Heung-min á Asíumótinu og Pape Sarr og Yves Bissouma á Afríkumótinu. Sofyan Amrabat er farinn til Fílabeinsstrandarinnar en Andre Onana leikur á morgun fyrir United og fer svo. Meiðslavandræðum liðanna er sömuleiðis misskipt: James Maddison, Davies, Cristian Romero, Manor Solomon, Veliz og Ivan Perisic eru allir meiddir hjá Spurs en hjá United eru Casemiro, Lisandro Martínez, Luke Shaw, Antony, Amad Diallo og Christian Eriksen allir komnir til baka og gætu flestir verið með á morgun