Á morgun munu tveir af risum enskrar knattspyrnu sleikja sárin eftir erfitt tímabil og reyna að gera gott úr því með því að vinna elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.
Manchester United reynir þá að vinna sinn þrettánda bikarsigur sem myndi aftur færa félagið upp að hlið Arsenal í fjölda slíkra.
Ellefu fyrstu bikurunum voru gerð góð skil hér fyrir tveimur árum þegar United vann Crystal Palace í bikarúrslitum á eftirminnilegan hátt. Sá sigur batt enda á 12 ára bikarlaust tímabil, það lengsta sem fólk á mínum aldri man, en náði þó ekki að bjarga starfi Louis van Gaal.