Það hefur oft áður verið betri stemming fyrir derbyleik Manchester United og Manchester City en leiknum sem fram fer á Etihad kl 16:30 á morgun. Það er aðeins ein spurning sem liggur fyrir: Mun Manchester City tryggja sér Englandsmeistaratitilinn? Til þess þarf City sigur, en annað nægir til þess að leikmenn United þurfa ekki að horfa á fögnuð leikmanna og stuðningsmanna. Einhver kynni að segja að það væri fínt spark í rassinn fyrir leikmenn og þjálfara United að horfa upp á slíkt, en fyrir geðheilsu United stuðningsfólks og almannaöryggi á vellinum er það án efa ekki góð hugmynd.
Er José að missa það?
Það er leikur í kvöld og upphitunin er hér, en umræðan snúst núna alfarið um José Mourinho.
Eftir leikinn á þriðjudaginn á José að hafa komið inn í klefa þar sem sumir leikmenn voru hreinlega grátandi og sagðist ætla að taka á sig tapið: „When we win, we all win, when we lose, I lose alone“. Þetta kann að einhverju leyti skýra frammistöðu hans á blaðamannafundinum eftir leikinn þar sem hann talaði meðal annars um þau tvö skipti sem hann sem stjóri hafði slegið út United í meisteradeildinni, nokkuð sem þótti frekar dónalegt og ekki sæmandi manni sem núna væri stjóri United og ætti að koma þeim áfram. En eitt var víst, eftir leikinn var fókusinn fyrst og fremst á Mourinho, en ekki leikmönnum. Rætt var um að Mourinho hefði lagt upp með allt of varnarsinnað taktík, nokkuð sem er ljóst, en lítið talað um að leikmenn hefðu ekki staðið sig vel, þó sumir, eins og Lukaku segðu beint og óbeint að svo hefði verið raunin.
Manchester United 2:1 Liverpool
Fréttir um að Paul Pogba yrði líklega ekki með bárust í gærkvöld og í morgun var það staðfest. Óstaðfest var að hann hefði skorist á fæti á æfingu í gær. McTominay var treyst fyrir tveggja manna miðju með Matic og Marcus Rashford kom inn á vinstri kantinn.
Hjá Liverpool var fátt sem kom á óvart, nema helst að James Milner var í liðinu frekar en fyrirliðinn Jordan Henderson.
Liverpool á morgun – Orrustan um Ísland enn á ný
Upp úr níu á mánudagskvöldið var ég alvarlega að velta því fyrir mér að borga einhverjum meðritstjóra fyrir að taka að sér leikinn sem framundan er. Að hita upp fyrir og skrifa um leik gegn Liverpool þegar United var að tapa 2-0 fyrir Crystal Palace var allt í einu versta tilhugsun sem til var.
En eins og við vitum sneri United taflinu verulega við og 3-2 sigur varð staðreynd og United er nú aftur komið í annað sætið, tveimur stigum á undan Liverpool. Andy Mitten skrifaði ágæta grein um þessar geðsveiflur sem hafa verið í gangi hjá stuðningsmönnum United í vetur.
Manchester United 2:1 Chelsea
Lið United var 4-3-3 eins og ég hafði spáð en þó með smá frávikum
Varamenn: J.Pereira, Bailly 81., Shaw, Carrick, Mata, Lingard 64. Rashford
Í liði Chelsea kom fátt á óvart nema að Danny Drinkwater lék í stað Cesc Fábregas
Chelsea byrjaði af miklum krafti og Morata átti skot í slá snemma leiks. Það kveikt samt smá í United og leikmenn United fóru að halda boltanum aðeins betur. Fyrsta kortérið voru þó Chelsea mðe boltann 61% af leiknum án þess að skapa neitt meira en þetta eina færi í upphafi.