Vonbrigði jólanna héldu áfram í gær og innan við 48 tímum eftir að United menn gengu af velli með eitt lélegt stig gegn Southampton í höndum þurfa þeir að fara til Liverpool og taka á móti Everton.
Everton byrjaði leiktíðina auðvitað hrottalega illa og Ronald Koeman missti starfið og við tók stóri Sámur Allardyce og hann hefur hrist upp í liðinu svo um munar og komið því upp í miðja deild. Frá því Allardyce tók við hefur liði tapað tveimur leikjum, öðrum þeirra reyndar í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Bournemouth. Kannske má vona að ferðin frá suðurströndinni þreyti Everton aðeins. Þar á undan gerði liðið tvö núll núll jafntefli, við Chelsea á Goodison og West Bromwich úti, þannig að aðeins hefur hægt á velgegninni sem Allardyce kom með, og markaskoruninni hjá Wayne Rooney. Rooney kom inná í gær þannig það má búast við honum í byrjunarliði á morgun. Ross Barkley er sagður nálægt því að koma aftur eftir meiðsli en Maarten Stekelenburg, Leighton Baines, Seamus Coleman og Ramiro Funes Mori eru allir meiddir.