Það eru tvær vikur síðan einn af uppáhaldsfótboltaskríbentum ritstjórnar, Íslandsvinurinn Jonathan Wilson skrifaði grein fyrir grannaslag Arsenal og Tottenham sem fékk yfirskriftina „The gulf between Arsenal and Tottenham is big – and it is getting bigger“. Það er ekki hægt að segja að þessi fyrirsögn hafi elst vel. Arsenal vann Tottenham og Spurs hefur gengið illa og er nú í 7. sæti en Arsenal hefur gengið jafn vel og rústaði nú síðast Huddersfield á miðvikdaginn, 5-0.
Chelsea 1:0 Manchester United
Bæði lið stilltu upp svipuðum leikaðferðum eins og við var búist, með þremur miðvörðum. United var óbreytt frá Tottenham leiknum og Fellaini var mættur á bekkinn
Hjá Chelsea var N’golo Kante heill og átti eftir að muna um hann. Það var líka til þess að Fàbregas spilaði framar.
Leikurinn byrjaði samt mun hressar en það gaf til kynna. N’golo Kante átti fyrsta skotið, beint á De Gea og rétt á eftir Rashford reyndi fyrirgjöf utan af kanti sem reyndist svo skot sem Courtois tók á línunni.
Risaslagur í London á morgun
Á morgun fær United sitt erfiðasta verkefni til þessa, á pappírnum. Englandsmeistararnir frá í vor, Chelsea bíða liðsins á Stamford Bridge.
Chelsea var óstöðvandi í fyrra undir nýja stjóranum, Antonio Conte. Þökk sé hörmulegu tímabili veturinn 2015-16 var liðið ekki í Evrópukeppni og nýtti svigrúmið sem það gaf til að spila bolta eins og Conte vill, hápressu á fullum hraða. Meistarinn með Leicester árið á undan, N’golo Kanté kom og tók sinn annan titil í röð og var kóngurinn á miðjunni, leikmaður ársins. Jafnvel deila Conte við aðalmarkahrók liðsins, Diego Costa kom ekki að sök á meðan á tímabilinu stóð, en þegar því lauk tilkynnti Conte Costa að hans væri ekki lengur þörf og Costa er nú búinn að skrifa undir hjá Atlético Madrid eftir að hafa verið í verkfalli í sumar.
Liðið gegn Benfica
Liði á Ljósvangi er svona
Varamenn: S.Romero, Darmian, Jones, McTominay, Lingard, Young, Martial
Djöfullegt lesefni 2017:07
Ýmislegt um liðið og leiki
Telegraph skrifaði um hvernig United er aftur komið í gírinn að skora allt fram á síðustu mínútu.
Skemmtileg taktísk greining á leik Manchester United gegn Everton.
Er breiddin í núverandi leikmannahópi United nægilega mikil var spurt eftir leikinn í deildarbikarnum og Jonathan Wilson spyr hvort þetta United lið sé meistarakandídat.
Sparkspekingar og knattspyrnustjórar eru ekki sammála um hvort það sé auðveldara eða erfiðara fyrir framherja að skora mörk þessa dagana. Michael Cox greindi það aðeins nánar.