Meiðsli settu svip sinn á liðið, vitað var að Pogba, Fellaini og Carrick væru meiddir og Phil Jones tæpur. Þegar liðið var svo birt kom í ljós að Eric Bailly hafði meiðst í landsleikjahléinu og að Marcus Rashford hefði líka eitthvað hnjaskast. Fyrir leikinn voru vangaveltur um að þetta væri 3-4-2-1 en Mourinho valdi að setja Ashley Young í hægri kant og nota Darmian í vinstri bakvarðarstöðuna
Liverpool á Anfield í laugardagshádeginu
Nú er komið að því. Þetta er búið að vera svo auðvelt að það er ekkert er að marka að United situr í öðru sæti deildannar á markatölu, og hefur bara gert eitt jafntefli í sjö leikjum. Það er ekkert að marka það að í sömu sjö leikjum í fyrra gerði United fjögur jafntefli, flest með herkjum, og það er ekkert að marka að í þessum sjö leikjum hefur liðið skorað 21 mark. Það er bara ekkert að marka allt þetta, vegna þess að Liverpool leikurinn á laugardaginn kl 11:30 skiptir miklu meira máli en allt þetta.
Southamptonferð á morgun
Á morgun er það suðurströndin sem bíður. Southamptonferð og leikur kl 3 á laugardegi, 2 að íslenskum tíma.
Southampton hefur gengið þolanlega í upphafi tímabils og eru með 8 stig eftir 5 leiki, hafa unnið West Ham og Crystal Palace, gert jafntefli við Swansea og Huddersfield en töpuðu fyrir Watford á heimavelli. United er því fyrsti stóri leikurinn þeirra. Mauricio Pellegrino (ekki Pellegrini) er nýr stjóri þeirra, kom frá Alavés þar sem hann gerði góða hluti með lítið lið og á að gera sama hjá Southampton.
Manchester United 4:0 Everton
Það var enginn Ander Herrera í byrjunarliðinu, en Ashley Young hélt sæti sínu en þurfti að færa sig yfir í vinstri bakvörðinn.
Í liði Everton var hins vegar ein breyting sem kom á óvart, Sandro Ramirez var ekki með en Wayne Rooney var treyst fyrir að vera fremsti maður
Leikurinn var varla byrjaður þegar United var komið yfir. United sótti og Everton bakkaði alltof alltof mikið. Nær allir Everton menn voru inni í teig þegar Matić fékk boltan rétt utan vítateigshorns vinstra megin, hann gaf boltann í sveig óáreittan þvert fyrir teiginn, sendingin skoppaði einu sinni og var í hnéhæð þegar Antonio Valencia smellihitti hann og skoraði, óverjandi fyrir Jordan Pickford.
Everton og Wayne Rooney á morgun
Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir. Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.