Rétt í þessu var staðfest af Manchester United að félagið hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á Victor Lindelöf, sænska landsliðsmanninum. Hann er með sænska landsliðinu nú og leikur gegn Noregi á þriðjudag. Að því loknu kemur hann til Manchester í læknisskoðun og skrifar undir samning. Skv áreiðanlegum blaðamönnum er verðið 35m evra auk aukagreiðslna, eða tæplega 31 milljón punda.
Djöfullegt lesefni: 2017:04
Loksins loksins… smá lesefni til að stytta tímann fram að Djöflavarpi.
Rauðu djöflarnir undanfarið
Myndaveisla frá Evrópudeildarsigrinum
Uppgjör! Fyrri hluti og seinni hluti.
Tímabilið og Evrópudeildarsigur
Frábær yfirferð yfir leikskipulag Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar
Mourinho skilar bikurum en varkárnin hefur takmörk segir Jonathan Wilson
Miguel Delaney gerir upp tímabil United
Uppgjörið 2016/17: seinni hluti
Það er von á Djöflavarpi fljótlega en ritstjórar svöruðu nokkrum einföldum spurningum til að gera upp þetta fyrsta tímabil José Mourinho. Fyrri hlutinn birtist í gær og hér kemur seinni skammturinn
Mark árs… tjaaaa
Bjössi
Mkhitaryan, auðvitað.
Elli
Þarf maður í alvörunni að nefna það? Nehh, hélt ekki.
Halldór
Flottasta mark ársins var án efa sporðdrekasparkið hans Mkhitaryan. Merkilegasta markið var vegar aukaspyrnumarkametsmarkið hans Rooney gegn Stoke. Flott var það! Uppáhalds Zlatanmarkið var svo markið gegn Everton, þegar hann vippaði yfir markmanninn og boltinn lak inn eftir að hafa skoppað bæði í slá og stöng.
Uppgjörið 2016/17: Fyrri hluti
Það er von á Djöflavarpi fljótlega en ritstjórar svöruðu nokkrum einföldum spurningum til að gera upp þetta fyrsta tímabil José Mourinho. Hér er fyrri hlutinn, seinni hluti þeirra birtist á morgun.
Hver er ykkar skoðun á þessu tímabili með United?
Bjössi
Mjög viðunandi, þökk sé Evrópudeildartitlinum.
Deildarbikarinn var skemmtilegt aukakrydd og gaman að vera kominn á toppinn í titlatalningunni.
En sjötta sætið í deildinni voru gríðarleg vonbrigði fyrir alla, leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn. Það sást á gleði Mourinho eftir leikinn í Stokkhólmi hvað hann hafði verið gríðarlega stressaður síðustu vikur og mánuðir. Hann hafði ætlast til að United væri í titilbaráttu en eftir að það klikkaði og síðan hvarf mjöguleikinn á fjórða sætinu hægt og rólega þó andstæðingarnir gerðu sitt besta til að halda voninni á lífi. Þá lagði Mourinho allt undir sigur í Evrópudeildinni og ef það veðmál hefði ekki gengið upp hefði þetta tímabil flokkast sem skelfilegt.
Myndaveisla Evrópudeildarmeistaranna
Síðasta púslið
Set complete. #MUFC pic.twitter.com/judM3RLOgp
— Manchester United (@ManUtd) May 25, 2017
Besta sjónarhornið
Embed from Getty Imagesog hvernig Herrera sendi Mkhitaryan fram, til að skora!
Herrera does it again. I have no words for this guy. pic.twitter.com/Yni2e4EjM4
— ㅤㅤㅤ (@AaronMancz) May 25, 2017
Manchester drengirnir á Manchester kvöldi
Carrick og Rooney: Hafa unnið allt sem hægt er að vinna
Meistaradeildina, Heimsmeistarakeppni félagsliða, ensku deildina, bikarinn, deildarbikarinn og núna Evrópudeildina!
[URIS id=73942]