Á síðasta degi ársins kemur Middlesbrough í heimsókn á Old Trafford. Middlesbrough situr nú í 15. sæti deildarinnar og hefur gengið frekar brösuglega undanfarið en þó sigrað tvö neðstu liðin, Hull og Swansea. Það er því um að ræða skyldusigur á morgun, ekki síst til að viðhalda góðu gengi undanfarið. Og um leið og ég skrifa orðið ‘skyldusigur’ þá fer auðvitað um mig kaldur hrollur, því reynsla síðustu ára hefur auðvitað verið sú að slíkir leikir hafa reynst örgustu bananahýði.
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Saint-Étienne verða mótherjar United í Evrópudeildinni
Leikið verður á Old Trafford 16. febrúar og úti 23. febrúar miðvikudaginn 22. febrúar.
Þessi leikdagsbreyting er vegna leiks Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag og hentar United ágætlega þar sem helgina á eftir er annað hvort leikur við Manchester City eða úrslitaleikur deildarbikarsins.
Dregið í Evrópudeildinni á hádegi
Dregið verður í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar kl 12:00 á eftir
United getur lent á móti eftirtöldum liðum:
- Ajax
- Apoel
- Besiktas
- Fiorentina
- Genk
- FC København
- Lyon
- Osmalinspor
- AS Roma
- Schalke 04
- Shakhtar Donetsk
- Sparta Praha
- St-Étienne
- Zenit
Liðið getur ekki dregist móti Fenerbahçe eða Tottenham
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
José Mourinho tefldi fram sama liði og í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Eric Bailly var ekki settur inn í stað Jones eða Marcos Rojo þrátt fyrir ágæta frammistöðu gegn Zorya.
Varamenn: S.Romero, Blind, Bailly, Fellaini, Mata, Rooney, Rashford.
Tottenham gat teflt fram sínu sterkasta liðið í fyrsta skipti í nokkun tíma því Toby Alderweireld kom inn í liðið eftir meiðsli.
Spurs í heimsókn á sunnudag
Fyrir tveim dögum síðan tryggði United sér þáttöku í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og ekki í fyrsta skipti tefldi José Mourinho fram sterku liði. Það þýðir að þegar liðið í fimmta sæti deildarinnar kemur í heimsókn á morgun, sex stigum á undan United í sjötta sætinu þá munu mörg okkar óttast að Evrópuþynnka verði okkur erfið.
Af þeim fimm leikjum sem United hefur spilað eftir Evrópuleiki í vetur hefur einn unnist, Swansea úti í kjölfar sigursins á Fenerbahce í Tyrklandi. West Ham og Stoke leikina missti liðið niður í jafntefli á Old Trafford og útileikirnir gegn Watford og Chelsea töpuðust eftir leik í Hollandi og á Old Trafford.