Liðið var nokkuð breytt frá því sem ég bjóst við. Marcos Rojo var meiddur og Paddy McNair kom inn í liðið. Það þýddi endurkomu hins heittelskaða 3-5-2 kerfis, með Darmian og Young á köntunum. Carrick kom inn fyrir Schneiderlin sem lofaði ekki góðu fyrir hraðann á miðjunni.
Leikurinn byrjaði enda ekki mjög fersklega, Leicester fékk að að halda boltanum sem þeir eru frekar óvanir og það var fátt um fína drætti hjá báðum liðum