Það er Lundúnaferð í aðsigi fyrir United leikmenn. Næstu tveir mánuðir eru ef litið er á leikjaprógrammið með áratugafordómum „léttir“, aðeins Chelsea um jólin er leikur sem á að reynast United erfiður en ef nánar er að gáð þá eru ljón á veginum. Liðin í þriðja, fimmta og sjöunda sæti heita núna West Ham, Leicester og Crystal Palace en ekki Manchester City, Arsenal og Liverpool eins og á sama tíma í fyrra.
Manchester United 0:0 Manchester City
Van Gaal kom aðeins á óvart í uppstillingunni, þegar hann valdi Valencia fram yfir Darmian í bakvarðarstöðunni. Að Carrick skyldi ekki byrja kom minna á óvart þó að vissulega sýndi það nokkuð traust á úthald Schweinsteiger að hann væri að byrja sinn þriðja leik á átta dögum.
Vincent Kompany kom inn í lið City fyrir Mangala og Fernando/dinho miðjan var notuð til að treysta miðjuna enn frekar, Touré var í holunni og Navas settur út af.
Grannaslagur á Old Trafford á morgun
Á morgun fær Manchester United frábært tækifæri til sýna að liðið ætli sér toppslag í vetur og ekkert annað. Manchester City kemur á Old Trafford sem efsta lið deildarinnar en einungis 2 stigum á undan United.
Sigur á morgun kemur United í fyrsta eða annað sætið í deildinni, eftir því hvort Arsenal tapar stigum gegn Everton í eftirmiðdagsleiknum í dag eða ekki. Þetta eru leikirnir sem Manchester United á að snúast um og þetta eru leikirnir sem eiga að vinnast. Síðasti stórleikur fór illa þegar Arsenal snýtti okkar mönnum allhressilega og það er ekki bara ég sem lít á leikinn á morgun sem eins mikinn úrslitaleik og hægt er að tala um í október. Eftir leikinn á morgun taka við leikir sem topplið á að líta á sem skyldusigra og sigur á morgun myndi gefa liðinu byr undir báða vængi.
Ársuppgjörið: Peningavélin mallar
Manchester United plc birti í dag ársreikning félagsins fyrir fjárhagsárið 1. júlí 2014 til 30. júní 2015. Í raun kom þar líltið á óvart enda birtir félagið reikninga ársfjórðungslega og allar niðurstöður síðasta árs voru fyrirsjáanlegar, þar með talin tekjulækkunin vegna fjarveru klúbbsins úr Evrópukeppnum. Tekjur vegna auglýsinga jukust auðvitað verulega.
Það sem helst er hins vegar að frétta er þetta:
Djöfullegt lesefni: 2015:32
Rauðu djöflarnir
- Chris Smalling er leikmaður ágústmánaðar að mati lesenda okkar.
United-Liverpool á laugardaginn
- Snýr De Gea aftur í rammann gegn Liverpool?
- Leikurinn fer fram síðla dags á laugardag og stuðningsmenn gætu verið komnir í of mikið stuð og lögreglan varar þá við að haga sér.
Leikmenn
- Náðu United að halda De Gea viljandi? spyr Paul Wilson.
- Fyrsta félag Schweinsteiger staðfestir að hann kostaði United mun minna en í fyrstu var talið.
- Anthony Martial þarfnast tíma og þolinmæði, en mun líklegast fá hvorugt.
Liðið
Á fundi með stuðningsmönnum í gær staðfesti Van Gaal að James Wilson yrði lánaður út. Derby County þykir líklegur áfangastaður. Á sama fundi sagðist Van Gaal vilja að Ryan Giggs yrði eftirmaður sinn og að hann hefði keypt Martial fyrir Giggs til að nota. Van Gaal sagði einnig að verðið fyrir Martial væri augljóslega út í hött, en svona væri þetta bara. Um þetta og fleira má lesa í grein frá Times. Í annari grein Times er sagt frá slúðri um að leikmenn hafi kvartað um að æfingar og leikstíll væru ekki nógu frjálsar. Carlos Queiroz veltir fyrir sér hvar stjörnunar hjá United séu. Miguel Delaney skoðar stöðuna á akademíum úrvalsdeildarliðanna. Eru liðin að gefa ungum leikmönnum næg tækifæri? Alan Shearer segir United spila leiðinlega knattspyrnu og að klúbburinn sé með óskiljanlega stefnu í leikmannamálum. Daily Mail heldur því fram að af öllum úrvalsdeildarliðum hafi Unitedsóað mestum pening