Það er ýmislegt að gerast á Old Trafford svona á síðustu dögum leikmannskiptagluggans. Anders Lindegaard er á leiðinni í United útlaganýlenduna West Bromwich Albion á frjálsri sölu, Javier Hernandez er of dýr fyrir West Ham og er á leiðinni til Bayer 04 Leverkusen sem eru prýðilegar fréttir ef af verður, við þurfum þá ekki að sjá hann skora gegn okkur.
Það kemur ekki á óvart að sjá að Adnan Januzaj er orðaður við útlán, en að hann sé á leiðinni til Borussia Dortmund í vetrarlán er nýtt. Hann hefur ekki stimplað sig inn í þessum fáu leikjum núna og þolinmæði Van Gaal er ekki meiri. En ef Januzaj á að sanna sig eru fáir staðir betri en Dortmund, ef hann sendur sig ekki vel hjá Dortmund þá er ekki ástæða til að hugsa um það meir