Á morgun kl. 10 verður dregið í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar sem ekkert má vera tilviljanakennt lengur í knattspyrnu þá getur United ekki mætt nema fimm liðum af þeim 19 sem eru með United í drættinum.
Við kíkjum aðeins þá þessa mótherja
Club Brugge
Urðu efstir í deildarkeppninni í Belgíu í fyrra, en þar fara efstu sex í úrslitadeild um meistaratitilinn og Brugge varð í öðru sæti á eftir Genk. Kepptu í Evrópudeildinni í fyrra, unnu sinn riðil móti Torino, HJK og FC Kaupmannahöfn, unnu síðan AaB og Beşiktaş áður en þeir töpuðu fyrir Dnipro í fjórðungsúrslitum. Komu inn í síðustu umferð Meistaradeildar undanrása og slógu út Panathinaikos 4-2 samanlagt.