Lið Manchester United markaðist af því að aðeins tveir dagar voru frá síðasta leik. Jafnvel þó að við séum ekki í Evrópukeppni þetta árið var ekki talin ástæða til að stilla upp sterkasta liði
Ángel di María – dýrasti leikmaður í Englandi (staðfest)
Manchester United hefur staðfest kaup á Ángel di María fyrir 59,7 milljónir punda. Ofan á það munu síðan bætast aukagreiðslur tengdar árangri félagsins. Samningur hans er til fimm ára.
Þetta er hæsta verð sem enskt lið hefur greitt fyrir leikmann og á United því þetta met í fyrsta skipti í 14 ár, frá því Rio Ferdinand var keyptur. Þar áður höfðu kaup á Juan Sebastían Verón, Andy Cole, Roy Keane og Bryan Robson slegið met. United er því loksins farið að eyða peningunum sem félagið aflar og það svo um munar.
Önnur umferð deildarbikarsins á morgun. Hvað er nú það?
Í fyrsta skipti í 19 ár tekur Manchester United þátt í annarri umferð deildarbikarsins, Capital One Cup eins og hann heitir þetta árið. Þetta er auðvitað afleiðing af því að við komumst ekki í Evrópukeppni þetta árið.
Mótherjar okkar er eitt umdeildasta lið Englands, lið með stutta og leiðinlega sögu.
Manchester United 1:2 Swansea City
Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út
Alvaran hefst – Swansea á morgun
Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.