Stjóramálin virðast í smá biðstöðu akkúrat núna, líklega af tveim ástæðum: Það er enn ekki ljóst hvernig Van Gaal tekur í að fá stóran hluta af Class of ’92 upp í hendurnar, þó fréttir hafi verið að segja að honum þætti fínt að fá Giggs. Hin er sú að í kvöld spilar Real Madrid í München og ef þeir tapa þeirri viðureign þá er United að gera ráð fyrir að Carlo Ancelotti verði allt í einu frjáls ferða sinna. Það er ekkert verra að hafa tvö möguleika, þannig við segjum bara áfram Bayern! Það er jafnvel enn verið að segja að United sé ekki búið að afskrifa Klopp.
Er Louis van Gaal búinn að semja?
Frétt De Telegraaf í Hollandi í morgun er einföld: Louis van Gaal er búinn að samþykkja að verða næsti stjóri Manchester United. hann mun taka með sér þjálfarateymið frá hollenska landsliðinu og Patrick Kluivert verður aðstoðarþjálfari. Við vonum svo að staðfesta Van Gaal í að halda alltaf í a.m.k. einn þjálfara frá fyrra teymi þýði að Ryan Giggs verði áfram hjá United
Brottrekstur David Moyes
Nú er rykið aðeins farið að falla til jarðar, en og helstu staðreyndir á bak við brottrekstur David Moyes að koma í ljós, þó að það bíði sjálfsævisagna komandi ára til að allt verði staðfest og rétt. Smá samantekt er því við hæfi.
Eftir tapið gegn Olympiakos í fyrri leiknum sagði ég „Ei meir, Dave“ og stökk á #MoyesOut vagninn. Nú er ljóst að það sama gerðu Glazerar. Eftir þann leik lögðu eigendurnir blessun sína yfir að reka mætti Moyes. Það var bara eitt smáatriði: Hann var með sex ára samning.og fimm ára starfslokagreiðsla er ekkert smá. En þar var ljós við enda ganganna: Það var „break-clause“, eins og það heitir á góðri bankamannaíslensku, í samningnum. Tækist United ekki að komast í Meistaradeildina. Moyes var því á dauðadeild tvo mánuði, á meðan eigendur og stjórn biðu, og vonuðu væntanlega líka, að hann klúðraði tímabilinu endanlega.
Moyes rekinn!! *STAÐFEST*
Uppfært 10:47: Ooooog Silly-Season er hafið af fullum krafti. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram að United sé að fylgjast með framvindu mála hjá Messi og liðið sé tilbúið að kaupa hann ef rétt er að hann sé óánægður hjá Barcelona. Einmitt það já.
Uppfært 10.09: Woodward og co virðast vera byrjaðir að leita í kringum sig varðandi það hver taki við af Moyes. The Telegraph greinir frá því að United muni heyra hljóðið í Guardiola og ítalskur blaðamaður greinir frá því að United hafi þegar haft samband við Jorge Mendes, umboðsmann Mourinho sem sé að íhuga málið. Er þetta ekki full keimlíkt eltingarleiknum við Thiago, Fabregas, Bale og Ronaldo frá síðasta sumri?
Bayern München 3:1 Manchester United
Síðasti leikur Manchester United í Meistardeild Evrópu a.m.k. næsta árið var leikinn á Allianz Arena í kvöld
De Gea
Jones Smalling Vidić Evra
Fletcher Carrick
Valencia Kagawa Welbeck
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Giggs, Januzaj, Young, Hernandez
Bayern leit svona út
Neuer
Lahm Dante Boateng Alaba
Robben Götze Kroos Müller Ribéry
Mandžukić
Frá fyrstu mínútu sóttu Bayern án afláts. Alaba og Lahm sem að nafninu til voru bakverðir oru komnir á miðjuna til að byggja upp sóknir og halda pressunni á United. Skyndisóknir voru málið fyrir United og á 8. mínútu átti Rooney að gera betur en reyndi að komast í skotstöðu frekar að gefa á Kagawa óvaldaðan. Þetta gaf forsmekkinn að því sem síðar varð, Rooney var hreinlega ekki nógu góður í kvöld. Hvort sem það var meiðslum að kenna eða því að 300 þúsund punda vikulaunin eru honum of þung byrði.