Þegar drátturinn í Meistaradeildinni fór fram voru það tvenns konar viðbrögð sem kalla mátti ánægjuviðbrögð. Annars vegar ánægja með að David Moyes fengi mótherja sem neyddu hann og liðið til að sýna hvað í þeim bjó. Hins vegar þeirra stuðningsmanna sem sáu fram á að fá að heimsækja stórskemmtilega borg í útleiknum, bergja á eðal guðaveigum og almennt hafa engar áhyggjur af væntri rassskellingu.
Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München í heimsókn
Það er 1. apríl 2014. Josep ‘Pep’ Guardiola leiðir lið sitt út á Old Trafford. Rúmt ár er liðið frá því að Sir Alex Ferguson hitti Guardiola á laun í New York þar sem Guardiola naut langþráðs frís frá fótboltastreði. Það var síðasta stórvirki Sir Alex Ferguson sem framkvæmdastjóri Manchester United að sannfæra þennan frábæra framkvæmdastjóra um að Project United væri nógu stórt og áhugavert til að hvíldin tæki enda.
Manchester United 0:3 Liverpool
Síðustu vikur hef ég stöðugt hugsað um þetta.
Og velt fyrir mér hversu glaður ég yrði þegar Moyes stingi sokk upp í mig. Kannske næst þegar ég ætti skýrslu.
Liðið sem átti að reyna að stöðva sókn erkifjendanna að fyrirheitna landinu var svona
De Gea
Rafael Vidic Jones Evra
Mata Fellaini Carrick Januzaj
Rooney
Van Persie
Liverpool byrjaði þó nokkuð betur í leiknum eins og við var að búast af liði sem skorað hefur 29 mörk á fyrsta hálftímanum í leikjum í vetur. Sturridge hefði getað náð betra skoti strax á 4. mínútu þegar hann komst í þokkalegt færi, og sveifla Suarez inn í teiginn skömmu síðar hefði getað endað met víti þar sem Fellaini fór aðeins í hann. Endaði reyndar á að Suarez stappaði á fæti Jones, en það var óvart, Jones með góða tæklingu.
Liverpool kemur á Old Trafford á morgun
Á morgun er ‘leikurinn um Ísland’ eins og það var orðað í samskiptum Tryggva Páls og Kristjáns Atla hér á fimmtudaginn. Upprisa Manchester City hefur sannarlega breytt borgarslagnum í Manchester í alvöru leiki en jafnvel í Englandi er Manchester United – Liverpool enn stærsti leikurinn fyrir stuðningsmenn þessara liða. Hér á Íslandi þarf hins vegar enn meira að breytast til að eitthvað komist með tærnar þar sem þessi leikur hefur hælana. Lang stærstu stuðningsmannahóparnir sjá til þess að vikan á eftir leik er óþolandi fyrir stuðningsmenn þess liðs sem tapar.
Rauðu djöflarnir lesa
Eins og gefur að skilja fara blöðin rækilega í saumana á stöðunni á Old Trafford þessa dagana.
Guardian segir
- að Glazerar styði David Moyes til endurbyggingarstarfsins sem framundan er og fer yfir njósnastarfið hans
- að David Moyes hafi engu að tapa nema starfinu og verði að taka sig saman í andlitinu
- að Robin van Persie muni endurskoða framtíð sína í sumar
Independent fer líka yfir njósnastarfið og heldur því fram að framtíð hans sé í hættu .
Í Daily Telegraph segir Paul Hayward sem skrifaði sjálfsævisögu Sir Alex, að hugsanlega sé leikmenn um það bil að gefast upp á Moyes. og Mark Ogden rýnir í ‘hitakortin’ til að sjá hvað sé hæft í ummælum Van Persie um staðsetningar.