Við vitum að
- Hópurinn sem Sir Alex skildi eftir sig var langt frá því að vera nógu sterkur
- Að það myndi alltaf hafa áhrif að besti mótivator sögunnar hyrfi frá
- Að leikmannakaupaklúður síðasta sumars voru ekki alfarið Moyes að kenna
- Að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn
- Að aðrir lykilmenn hafa ekki verið svipur hjá sjón miðað við síðustu ár.
En.
Þetta var slík skelfing að ég gefst upp. Ég hef reynt og reynt og vonað og vonað en það er komið út yfir þolmörk.
Ei meir, Dave.
Ég get alveg fyrirgefið að liðinu gangi ekki vel og það séu ekki að hlaðast inn sigrar. Það sem ég get ekki fyrirgefið er að spilamennska Manchester United sé jafn hrottalega léleg og hún var í kvöld. Ég get ekki fyrirgefið spilamennsku eins og þá sem sást í kvöld þegar leikmenn United virtust líta á miðju vallarins sem einhvers konar glóandi hraun þar sem boltinn mætti alls ekki fara. Boltanum spilað á milli varnarmanna, svo reynt að fara upp kantana og ef fyrirgjöf náðist ekki var leikið til baka til varnarinnar.