Eftir stórkostlega og æðislega skemmtun um síðustu helgi gegn Leicester City er komið að næsta verkefni. Við kíkjum til Liverpool og etjum kappi við lærisveina Frank Lampard í Everton. Leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun, laugardag. Þeir bláklæddu úr Bítlaborginni hafa verið hreint út sagt afleitir að undanförnu og veita United ansi harða samkeppni hvað varðar ömurlegan rekstur og framtíðarsýn. Liðið er í harðri baráttu við falldrauginn og tapaði fallbaráttuslag við Burnley í síðustu umferð, þar sem að liðið leiddi 2-1 en hélt ekki út og fékk á sig sigurmark á 85. mínútu. Væri ekki alveg dæmigert fyrir okkar menn að blása lífi í leik Everton með því að mæta með hangandi haus á Goodison? Vonum að svo verði ekki!
Man Utd 0:1 Atlético Madrid
0-1 tap gegn sennilega ógeðslegasta liði sem að Manchester United hefur mætt frá upphafi. Veit eiginlega ekki hverju þarf að bæta við. Manchester United tapaði fyrir gríðarlega skipulögðu (og óheiðarlegu) liði og er fallið úr leik í Meistaradeildinni.
Svona stilltu liðin upp.
Man Utd:
Atlético Madrid:
Hér er tölfræði til að koma okkur öllum í gott skap.
Since David Moyes, Man Utd have won 0 Champions League home knockout games and scored 1 goal (Lukaku's very sad consolation vs Sevilla). That covers a period of 8 years. That's the legacy of Ed Woodward and a corporate lawyer running a football club.
Allt undir gegn Atlético Madrid
Þrátt fyrir hetjudáðir Cristiano Ronaldo gegn Tottenham sem að skutu liðinu tímabundið í 4. sætið, þá líður manni örlítið eins og hver einasti Meistaradeildarleikur sé sá síðasti í nokkuð langan tíma. Að biðin eftir tónlistinni verði allavega eitt leiktímabil. Arsenal er í algjörri lykilstöðu, á góðu skriði og eru horfurnar því ekki góðar fyrir Ralf Rangnick. Hvað svo sem því líður að þá er helvíti stórt verkefni framundan. Seinni leikurinn við Spánarmeistara Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu – nú á Old Trafford. Leikurinn er á morgun, þriðjudag og hefst kl. 20:00. Dómari leiksins er Slóveninn Slavko Vincic.
Man Utd 1:1 Southampton
Manchester United missteig sig í hundraðasta sinn, að því er virðist, á tímabilinu. Dýrlingarnir frá Southampton komu á Old Trafford og sóttu verðskuldað stig. Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan og ofsalega lítið við henni að segja. Það verður ólíklegra með hverjum leiknum sem líður að næsti stjóri United erfi lið sem að spilar í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Grátlegt, en svona er þetta nú stundum.
United heimsækir botnlið Norwich
Áfram heldur desembertörnin! Næsta verkefni Manchester United er heimsókn á Carrow Road og andstæðingurinn er neðsta lið deildarinnar, Norwich City. Leikurinn er á morgun, laugardag – og hefst kl. 17:30. Kanarífuglarnir eru í neðsta sæti með 10 stig, jafn mörg og milljarðalið Newcastle og Íslendingalið Burnley.
Okkar menn sitja í 6. sæti en gætu brugðið sér upp í það fjórða ef allt gengur vel. Til þess þarf United reyndar að vinna nokkuð örugglega og að sama skapi þarf West Ham að fá skell. Mögulega látum við 5. sætið duga í bili, en mestu skiptir að koma með þrjú stig í pokanum til baka til Manchester.