Það var lagið! 0-2 sigur á Spáni og við erum komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Knattspyrnan var ekki áferðafalleg og við sáum lítið af boltanum á löngum stundum, en það skiptir engu máli úr því að stigin þrjú koma með okkur til Manchester. Michael Carrick gerði nokkrar breytingar á liðinu sem byrjaði síðasta leik. Bruno Fernandes og Marcus Rashford fengu sér sæti á bekknum, auk þess sem að Luke Shaw var meiddur. Í stað þeirra komu Donny van de Beek, Anthony Martial og Alex Telles inn í liðið.
Man Utd 0:2 Man City
Jæja. Þessi leikur tapaðist. 0-2 tap gegn bláa liðinu í Manchester og það var svosem alvitað að verkefnið væri erfitt. Sigurinn var nákvæmlega aldrei í hættu og átti að vera miklu stærri.
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United
Manchester City
Fyrri hálfleikur
Það var ljóst frá upphafi að United liðið myndi halda lítið sem ekkert í boltann í leiknum. Þó voru það okkar menn sem áttu fyrsta hálf færi leiksins. Þá átti Luke Shaw ágætis aukaspyrnu inn á teig City og Harry Maguire vann skallaeinvígi við Ruben Dias en boltinn fór talsvert framhjá markinu. Kannski ætluðum við bara að standa upp í hárinu á City?
Grannaslagur á Old Trafford
Þá er komið að því. Hádegisleikur á laugardegi og mótherjinn er býsna sterkur. Boðflennur morgundagsins eru nefnilega háværu nágrannarnir í Manchester City og Pep Guardiola. Leikurinn hefst kl. 12:30.
Það væri haugalygi að segja að bjartsýnin sé mikil hjá undirrituðum, en Ole Gunnar Solskjær hefur átt ágætu gengi að fagna gegn City síðan að hann tók við stjórnartaumunum árið 2018. Í þeim átta leikjum sem að Solskjær og Guardiola hafa mæst þá hefur Solskjær unnið fjórum sinnum, gert eitt jafntefli og tapað þrisvar.
Atalanta 2:2 Man Utd
Stórundarlegt leikskipulag, hræðilegur varnarleikur og ótrúleg einstaklingsgæði. Þetta var uppskriftin að dramatísku 2-2 jafntefli Atalanta og Manchester United í kvöld. Leikurinn var stimplaður sem próf nr. 2 af þremur hjá Ole Gunnar Solskjær. Hann og lærisveinar hans unnu sér ekki inn nein extra prik með frammistöðu kvöldsins. Stjórinn gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá því um helgina og svona stilltum við upp:
Stórleikur í Bergamo
Ole Gunnar Solskjær stóðst fyrsta prófið af þeim þremur sem að pressan hafði lagt fyrir hann. Sterkur sigur vannst á glötuðu Tottenham liði sem að tóku í gikkinn í dag – Nuno Espirito Santo rekinn. Arftaki hans verður að öllum líkindum Antonio Conte, en sá var þrálátlega orðaður við United í vikunni. Okkar ástkæri Norðmaður vonast til þess að fara ekki sömu leið og það væri sannarlega skref í rétta átt að ná í jákvæð úrslit gegn Atalanta, sem að er einmitt næsti andstæðingur Manchester United. Liðin mætast á morgun, 2. nóvember og hefst leikurinn kl. 20:00. Leikurinn fer fram á heimavelli Atalanta, Stadio di Bergamo (Gewiss Stadium).