Jæja… Ekki var þetta skemmtilegt. Okkar menn fara tómhentir frá King Power vellinum í Leicester og áttu nákvæmlega ekkert annað skilið. 4-2 tap niðurstaðan og laugardagurinn varð pínu verri. Það er misjafnt hvar stuðningsfólk stendur varðandi stuðning sinn í garð stjórans, en það hækkaði allavega um 5 gráður undir Ole Gunnar Solskjær eftir afleita frammistöðu í dag.
Liðið gegn Villarreal
Manchester United mætir Villarreal í Meistaradeild Evrópu, kl. 19:00. Leikurinn er liður í annarri umferð keppnarinnar en okkar menn töpuðu fyrsta leik í Sviss, gegn Young Boys. Inn í byrjunarliðið koma þeir Alex Telles, Diogo Dalot og Jadon Sancho.
Byrjunarlið Man Utd:
Áfram Manchester United!
United í hefndarhug gegn Villarreal
Það er fátt leiðinlegra en að bíða eftir næsta verkefni, þegar að leikurinn á undan tapaðist – sérstaklega þegar hann tapast eins ömurlega og gegn Aston Villa. Í kvöld, kl. 19:00 gefst Manchester United tækifæri til að kvitta fyrir vonbrigði síðustu tveggja leikja á Old Trafford. Andstæðingurinn er kunnuglegur: Villarreal. Liðin mættust síðast í vor þegar að þeir gulklæddu höfðu betur í langdreginni vítaspyrnukeppni, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það var helvíti leiðinlegt.
West Ham 1:2 Man Utd
DJÖFULL er gaman að vinna fótboltaleiki! Manchester United vann rétt í þessu hádramatískan seiglusigur á West Ham United. Lokamínútur leiksins voru vægast sagt tíðindamiklar og það leit ekki út fyrir að okkar menn færu brosandi af velli á London Stadium. En Spánverjinn, sem hóf ferilinn hjá United á kleinuhringjaráni, sá til þess að við brosum hringinn á þessum fallega sunnudegi!
Man Utd kíkir á Lundúnavöll
Manchester United gefst kjörið tækifæri til þess að kvitta fyrir vonbrigðin í Sviss þegar að liðið mætir David Moyes og lærisveinum hans í West Ham. Leikurinn hefst kl. 13:00 á morgun, sunnudaginn 19. september. Rétt eins og okkar menn eru Hamrarnir taplausir í deildinni, hafa unnið tvo og gert tvö jafntefli og sitja í 8. sæti deildarinnar með 8 stig.
Búast má við erfiðu verkefni þar sem að lið West Ham er líkamlega sterkt, hávaxið og kröftugt. Auk þess eru bara býsna góðir fótboltamenn í liðinu.