Manchester United mistókst að næla í stigin þrjú á Elland Road í dag þegar liðið sótti Leeds United heim. Leikurinn var tíðindalítill og vantaði talsvert uppá gæði fyrir framan vítateig andstæðingins.
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United
Leeds United
Leikurinn
Fyrri hálfleikur
Það er hægt að lýsa fyrri hálfleiknum í einu orði. Gæðalítill. Bæði lið virtust eiga í mesta basli með að taka réttar ákvarðanir þegar þau komust á hættusvæði og í tilfelli okkar manna gat maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort að annað augað væri hreinlega komið á undanúrslitin í Evrópudeildinni, gegn Roma. Hvað svo sem olli því að þá var lítið að frétta sóknarlega. Það vantaði ekkert upp á baráttuna en færin létu á sér standa.