Manchester United mætir Everton á Old Trafford laugardaginn 6. febrúar – kl. 20:00. Um er að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni og myndi sigur gera mikið fyrir United þar sem að Liverpool og Manchester City mætast á Anfield í sömu umferð. Við krefjumst kannski ekki 9 marka veislu eins og í síðasta leik gegn Southampton, en vonandi fáum við að sjá skemmtilegan leik og helst ekki enn eitt aukaspyrnumarkið frá Gylfa Sigurðssyni.
Dýrlingarnir heimsækja Old Trafford
Snúið verkefni bíður Manchester United þegar að Ralph Hasenhüttl og lærisveinar hans í Southampton mæta á Old Trafford á morgun, 2. febrúar – kl. 20:15.
Þá reyna okkar menn að rétta úr kútnum eftir brösugt gengi í síðustu tveimur leikjum gegn Sheffield United og Arsenal en þar tókst liðinu einungis að næla í eitt stig. Það þarf ekki að orðlengja um hvað okkur stuðningsmönnum finnst um þá stigasöfnun. Nú gefst United glimrandi tækifæri til að svara gagnrýnisröddum og halda sér sem næst toppliði Manchester City og agnarsmáu skrefi á undan Liverpool.
Man Utd 1:2 Sheffield Utd
Manchester United bauð upp á sannkallaða hörmung á Old Trafford í kvöld, þegar liðið laut í lægra haldi fyrir botnliði Sheffield United. Straumarnir sem undirritaður fékk í upphafi leiks voru af neikvæða taginu þar sem að það virtist sem United liðið hélt að hlutirnir myndu koma af sjálfu sér og að gestirnir myndu bara leggjast niður og deyja. Sú varð sannarlega ekki raunin.
Sheffield United kemur í heimsókn
Það er skammt stórra högga á milli um þessar mundir og eftir flottan bikarsigur á Liverpool bíður okkar heimsókn frá botnliði Sheffield United. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. janúar – kl. 20:15.
Gestirnir hafa átt afleitu gengi að fagna í deildinni og sitja sem fastast í neðsta sæti með 5 stig – sex stigum á eftir West Bromwich Albion og hafa skorað heil 10 mörk en fengið á sig 32. Þeir hafa nælt í einn sigur, gert tvö jafntefli og tapað 16 leikjum. Auðveldur leikur framundan fyrir toppliðið, ekki satt?
Burnley 0:1 Manchester United
Manchester United er komið á topp ensku Úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 baráttusigur gegn Burnley! Helvíti er þetta notalegt. Svona stilltu liðin upp:
Manchester United:
Burnley:
United byrjaði leikinn hægt gegn Stoke… nei, ég meina Burnley og leikmenn United virtust stressaðir. Þeir réðu illa við pressu Burnley og heimamenn voru fyrstir á alla bolta. Þeir sköpuðu sér þó aldrei neitt af ráði og eftir því sem líða tók á hálfleikinn þá náðu okkar menn áttum.