Í kvöld spilaði United sinn fjórða æfingarleik í þessum Bandaríkjatúr og halda þeir áfram að spila vel og gefa okkur góða von fyrir næsta tímabil. United með sanngjarnan sigur á Real Madrid, 3-1. Ashley Young með tvö mörk í fyrri hálfleik og Chicharito bætti einu við í seinni hálfleik. Gareth Bale skoraði mark Real Madrid.Það þýðir semsagt að United mætir Liverpool á mánudag og verður sá leikur spilaður á miðnætti. Ekki oft sem maður fær slíka stórleiki á æfingartímabilinu.
Manchester United 0:1 Sunderland
Þetta átti að vera svo flottur dagur í dag. Sólin skein og reif ég ófrísku kærustuna upp úr rúminu klukkan 11 í bröns niðrí miðbæ Köben. Svo settist maður eldhress upp í sófa með ískaldan Leffe tilbúinn að horfa á United endurtaka leikinn frá síðustu helgi er þeir völtuðu yfir Norwich á Old Trafford. Því miður gekk ekki allt upp eins og maður hafði planað.
Líkt og í Danmörku þá var sólin að skína fyrir leikmennina á Old Trafford í leik númer tvö af fjórum í stjóratíð Ryan Giggs. Fyrir leikinn skrifaði Giggs:
Sunderland kemur í heimsókn
Þá er það leikur tvö af fjórum þar sem snillingurinn Ryan Giggs fær að stjórna United, í bili amk. Í síðasta leik gekk okkar mönnum svona ljómandi vel er þeir gjörsigruðu Norwich á Old Trafford með fjórum mörkum gegn engu í leik þar sem leikmennirnir voru mun sprækari en við höfum séð á þessu tímabili.
Á morgun verður það Sunderland sem kemur í heimsókn. Áður en við hitum okkur upp fyrir þann stórmeistaraleik skulum við byrja á helstu fréttum tengdu United.
Manchester United 4:1 Aston Villa
Í dag sáum við United spila gegn Aston Villa á Old Trafford. United vann leikinn með fjórum mörkum gegn einu með mörkum frá Rooney(2), Mata og Chicharito.
Fyrir leik var fólk smeykt fyrir því að leiknum yrði seinkað vegna umferðartafa nálægt Old Trafford. En sem betur kom ekki til þess og leikurinn hófst á eðlilegum tíma. Moyes ákvað að stilla liðinu upp á þennan máta:
United tekur á móti Aston Villa
Ég ætla ekki að nefna niðurlæginguna sem við upplifðum í vikunni. Ég ætla ekki að nefna hluti eins og að byrjunarlið United kostaði £184m á móti £161m hjá City. Ætla ekki að nefna það að United hefur núna tapað tíu leikjum á þessu tímabili og stefnir í lægsta stigafjölda í meira en 22 ár. Ég ætla ekki að nefna það að Fellaini gæti farið í bann fyrir að hrækja á Zabaleta.