Það ömurlegasta sem ég veit um er að þurfa skrifa leikskýrslu fyrir leiki þar sem ég öskra af reiði á imbakassan í leikslok. Leikskýrslan í dag fellur í þann flokk.
Byrjum á staðreyndunum. Stoke sigraði United með tveimur mörkum gegn einu. Charlie Adam skoraði bæði mörk Stoke í leiknum (á 38′ og 52′ mín) en Van Persie fyrir okkar menn (á 47′ mín). Moyes var ekkert að tefla neinu miðlungsliði gegn Stoke. Það má alveg halda því fram að þetta hafi nú einfaldlega verið eitt af betri byrjunarliðum United í langan tíma, Rooney, Van Persie og Mata í framlínunni og Carrick óvænt mættur á miðjuna. Svona leit liðsuppstillingin hjá okkar mönnum í dag: