Í dag tók Manchester United á móti Warren Joyce og strákunum hans í Wigan Athletic. Enginn var viss um hvernig Mourinho myndi stilla upp liðinu í dag en hann var þó búinn að gefa það út að Romero, Martial og Rooney myndu spila. Hann ákvað að koma okkur meira á óvart með því að bjóða einnig Luke Shaw, Fosu Mensah og þýska kyntröllinu Bastian Schweinsteiger í byrjunarliðið. Að auki stillti hann Martial sem fremsta manni með Mkhitaryan og Mata á köntunum.
Wigan Athletic heimsækir Old Trafford í stórleik FA bikarsins
Þá er komið að því gott fólk. Fjórða umferð FA bikarkeppninnar er mætt með hnúajárnin og hafnaboltakylfurnar á gólfteppið okkar. Það er nefnilega stórleikur í vændum hjá okkur er hinir fornu fjendur og nágrannar United, Wigan Athletic, heimsækja Old Trafford í sannkölluðum hörkugrannaslag! Af öðrum leikjum í þessari umferð má í raun segja að eini leikurinn sem gæti verið eitthvað smá spennandi, fyrir utan stórleikinn sem er til umræðu hér, er viðureign Arsenal gegn Southampton. Rest er frekar miðlungs.
Djöfullegt lesefni: 2017:01
Morgan Schneiderlin hefur verið seldur til Everton fyrir 20 milljónir punda. Kaupverðið gæti hækkað upp í 24 milljónir punda ef hann stendur sig vel hjá félaginu.
Mark Ogden segir Tiemoue Bakayoko kominn efst á innkaupalista United.
United hefur framlengt samning sinn við Fellaini um eitt ár.
Paul Pogba er lykilþáttur í þeirri bætingu sem við höfum séð á spilamennsku Manchester United.
Djöfullegt lesefni: 2016:18
Samstarf Mourinho og United virðist vera vera virka vel og samkvæmt Jamie Jackson hjá Guardian íhugar United að bjóða honum nýjan samning.
Næsta sumaræfingarferð United mun að öllum líkindum vera í Bandaríkjunum.
United er að spila mun skemmtilegri knattspyrnu en þegar Van Gaal stjórnaði liðinu að mati Paul Ansorge.
Samuel Luckhurst fer yfir hugsanleg janúar kaup á nokkuð raunsæjan hátt.
United ferðast til Úkraínu og heimsækir Zorya Luhansk
Þá er komið að því. Annað kvöld er síðasta umferð riðlakeppninnar fyrir Evrópudeildina þar sem United þarf að sætta sig við langt ferðalag til Úkraínu og mætir þar Zorya Luhansk á Chornomorets Stadium.
Fyrir þá sem ekki muna þá mættust þessi lið fyrir rúmum tveimur mánuðum á Old Trafford og endaði sá leikur með 1:0 sigri United þar sem okkar menn áttu í stökustu vandræðum með gott lið Zorya. Eins og ég nefndi í leikskýrslunni þá hafa Zorya hafa sýnt fólki að þeir eru með ansi gott lið. Hefðu átt að vinna fyrsta leikinn gegn Fenerbahce og þeir unnu Dynamo Kiev á þessum tímabili. Þeirra plan er frekar augljóst, spila þétt og verjast vel og nýta skyndisóknirnar til að skora.