Þá er komið að annarri útgáfu af „Mótherjinn mælir“. Á laugardaginn fær United Tottenham Hotspurs í heimsókn á Old Trafford og því við hæfi að fá einhvern dyggan Spurs stuðningsmann í viðtal til okkar. Við höfðum samband við íslenska Tottenham klúbbinn og var formaðurinn, Birgir Ólafsson, tilbúinn til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur og gefa okkur smá innsýn inn í hugarheim Tottenham stuðningsmanna og því sem við megum eiga von á.
Rauðu djöflarnir lesa:
Hér er það áhugaverðasta sem við lásum þessa vikuna.
Beautifully Red sýnir okkur það fallegasta frá United í leiknum gegn Liverpool. Hann var einnig ekki lengi að búa til eins færslu fyrir leikinn í gær og er af nógu að taka. Mark Halsey kvartar til lögreglu vegna ógeðfelldra skrifa Patrice Evra segist vera reiðubúinn í samkeppni við BüttnerMike Riley, yfirmaður dómaramála Úrvalsdeildarinnar var spurður útí tæklingar
Mótherjinn mælir: Kristján af kop.is
Það verður vonandi reglulegur viðburður hér fyrir stórleiki að fá stuðningsmann mótherjanna til að segja okkur aðeins frá liðinu sínu frá sínum sjónarhóli svo við getum aðeins kynnst þeim betur. Stórleikirnir gerast ekki stærri en leikurinn á sunnudaginn og það er við hæfi að fá fótboltabloggara sem er hokinn af reynslu sem fyrsta gest okkar hér.
Við bjóðum velkominn í heimsókn Kristján Atla Ragnarsson frá kop.is
Rauðu djöflarnir lesa:
Frá síðustu útgáfu af „Rauðu djöflarnir lesa“ er United búið að spila tvo leiki. Sigruðu Wigan 4-0 í ensku deildinni og svo Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni. Það er því af nógu lesefni að taka og hér er það helsta sem við lásum í þessari viku.
- ROM svarar ásökunum fjölmiðla um Hillsborough níðsöngva á Old Trafford um síðustu helgi og útskýrir söguna á bakvið “always the victims, it’s never their fault“
- Gary Neville skrifaði frábæra grein um Hr. Paul Scholes
- Sky Sports greinir frá því að Vidic og Gerrard munu í sameiningu sleppa 96 blöðrum til minningar um þá sem létu lífið í Hillborough harmleiknum
- Van der Sar segir frá samtali sem hann átti við Van Persie í sumar
- Beautifully Red sýnir okkur það besta úr leik United gegn Wigan
- Steve Bruce talar um útsendararaskýrslu sem dæmdi hann veikburða og ekki nógu góðan fyrir United
- Powell segir að engin hætta sé á því frægðin muni stíga honum til höfuðs
- Swiss Ramble með grein sem útskýrir það helsta um Financial Fair Play (FFP)
- The Guardian rifjar upp leikinn í Istanbul fyrir 19 árum þegar United heimsótti Helvíti
- Sky Sports tók viðtal við Ferguson eftir leikinn gegn Galatasaray (Vídeó)
Að auki hefur Chevrolet verið með skemmtilegt Q&A þar sem aðdáendur spyrja leikmenn United alls kyns spurninga og svörin birt á youtube. Smellið hér til þess að sjá vídeóin.
Rauðu djöflarnir lesa:
Þá er þessu blessaða landsleikjafríi lokið og styttist í að við fáum að sjá United loksins spila. Til að stytta ykkur stundir, á meðan við bíðum, þá höfum við hér hinn vikulega skammt af því áhugaverðasta United-tengdu lesefni þessa vikuna.
Ferguson fjölgar njósnurum í Suður- og Mið-Ameríku