Á morgun klukkan 11:00 að íslenskum tíma, heimsækir United Vicarage Road þar sem leikmenn Walter Mazzarri í Watford vonast til að næla sér í þrjú stig gegn United liði sem hefur átt vægast sagt ömurlega viku. Að sama skapi er það von Mourinho og leikmönnum United að liðið nái að snúa þessu við og komist aftur í gírinn. Staðreyndin er sú að við megum svo sannarlega ekki við öðru en að það gerist því Pep Guardiola og leikmenn hans í City eru á svaka siglingu þessa dagana og virðist fátt geta stöðvað þá þessa dagana. Það er því gríðarlega mikilvægt að missa þá ekki of langt frá sér.
Djöfullegt lesefni: 2016:13
United
Hvað gerði Mourinho daginn eftir að hann var ráðinn til United? Hringdi í Fellaini til að segja honum að Belginn yrði ekki seldur.
Andy Mitten skrifar um kröfu Mourinho á meiri hávaða á Old Trafford.
Mkhitaryan þarf að fá sénsinn og það fljótt.
Daniel Storey skrifaði nokkur orð um Valencia sem hefur spilað ansi vel undir stjórn Mourinho.
Fellaini er með oddhvassa olnboga en stórt hjarta.
Djöfullegt lesefni: 2016:12
Pogba Pogba Pogba!
Bjössi skrifaði þessa stórfínu grein um týnda soninn sem er nú kominn heim.
Andy Mitten segir okkur hvernig United fór að því næla í Pogba .
Nákvæmt niðurbrot á verðinu á Pogba er ekki opinbert, en virðist sem Juventus hafi þurft að borga megnið af því sem Raiola fékk.
Paul McGuinees, fyrrum unglinga þjálfari Manchester United sparar ekki stóru orðin um Paul Pogba.
Mourinho gefur sterklega til kynna að 4-2-3-1 verði leikkerfi vetrarins og að Carrick og Pogba verði miðjumennirnir.
Djöfullegt lesefni: 2016:11
Af hverju öll þessi svörtu vesti á æfingum?
Adam Bate ræddi við Paul McGuinness, fyrrum þjálfara Paul Pogba, um tímann þegar Pogba var í akademíu United.
Johanna Franden sýnir okkur hvernig Zlatan mun hjálpa öllu liðinu að verða betra.
Crespo með pistil um sína reynslu af að vinna með Mourinho og Zlatan og hvað hann telur að þeir geti komið með til United.
Kaup United á Pogba yrðu fyrsta skrefið í að sýna að Enska úrvalsdeildin er að ná Real og Barcelona í fjárhagslegum styrkleika.
Heiðursleikur Wayne Rooney: Manchester United 0-0 Everton
Klukkan 19 í kvöld mættust Everton og Manchester United á Old Trafford í sérstökum góðgerðarleik til heiðurs Wayne Rooney.
Byrjunarliðin voru svona
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Fellaini, Mata, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young, Memphis og Rashford
Hjá Everton spiluðu:
Stekelenburg, Coleman, Baines, Funes Mori, Stones, Holgate, McCarthy, Barry, Barkley, Deulofeu og Lukaku. Og á bekknum eru: Joel, Oviedo, Galloway, Gibson, Cleverley, Besic, Davies, Kone, Mirallas, Lennon.