Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég er fenginn til að skrifa tvær upphitanir í röð og það er gaman að velta fyrir sér er hversu mikið síðasti fótboltaleikur hefur áhrif á hugarfar manns þegar það kemur að því að hugsa til þess næsta.
Fyrir leikinn gegn Derby hafði United tapað 0-1 gegn Southampton í alveg afskaplega daufum leik sem Bjössi lýsti svona:
Þetta var hreint skelfilegur leikur af hálfu United. Allt það slæma sem við höfum verið að sjá í leikjum síðustu mánuða var kýrskýrt. Það er enginn hraði í leik liðsins, það skapast nær engin færi, og það er eins og miðjan geti ekkert gert til að skapa framávið.