Manchester United tók á móti PAOK í næstsíðasta leik Ruud van Nistelrooy sem starfandi knattspyrnustjóra United. Evans og Lindelöf voru byrjuðu óvænt sem miðvarðarpar í kvöld. Marcus Rashford fór á bekkinn og Amad Diallo fékk loksins að byrja aftur eftir töluverða bið. Með Diallo á hægri kantinum þá var Alejandro Garnacho færður í sína uppáhalds stöðu á vinstri kantinum.
Old Trafford tekur á móti Býflugunum úr Brentford
Þá er komið að því að enski boltinn byrjar að rúlla aftur eftir landsleikjahlé. Það er að því er virðist ár og öld frá því United spilaði síðast keppnisleik en sá leikur kom á Villa Park í markalausu og bragðdaufu jafntefli við strákana hans Emery.
Þar á undan sáum við 3-3 jafntefli við FC Twente Enschede og 0-3 tap fyrir Tottenham í hreint út sagt ömurlegri viku fyrir okkar menn. Staðan á liðinu er ekkert sérstök, liðið situr í neðri hluta deildarinnar með 8 stig eftir 7 leiki og -3 í markatölu. Gjörsamlega óviðunandi með öllu og funheitt undir stjóranum.
Manchester United 1:1 Twente
Erik ten Hag stillti upp frekar sterku liði: Onana, Dalot, Maguire, Martinez, Mazraoui, Eriksen, Bruno, Ugarte, Rashford, Zirkzee og Amad.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn fór rólega af stað en á áttundu mínútu fengu gestirnir frábært færi þegar Diogo Dalot ákvað að vera kærulaus út við hornfánann. Hann reyndi að skýla boltanum útaf en boltinn var hirtur af honum og rennt fyrir markið þar sem Sam Lammers sparkaði boltanum þvert framhjá markinu.
Crystal Palace 0:0 Manchester United
Erik ten Hag ákvað að henda Rashford á bekkinn og byrja með Garnacho, Zirkzee og Amad sem framlínuna í dag. Eins fékk Eriksen óvænt sæti í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu í miðri viku rétt eins og flestir sem byrjuðu í deildarbikarnum fyrir United.
Crystal Palace á Selhurst Park bíður okkar manna
Síðbúin og stutt upphitun fyrir síðdegisleik dagsins. Núna á eftir taka Ernirnir hans Glasner á móti okkur á Selhurst Park en Crystal Palace hefur snúið rækilega við blaðinu eftir að hann tók við stjórn liðsins. Tók hann þá við keflinu af Roy Hodgson í febrúar á þessu ári en síðan þá hefur liðið unnið 19 leiki og tapað fimm og gert jafnmörg jafntefli.
Undir hans stjórn vann liðið frægan 1-0 sigur á Liverpool á síðustu leiktíð en þar með lauk 29 leikja taplausri leikjahrinu Liverpool á Anfield. Þá gerði hans sér lítið fyrir og skellti United 4-0 og í síðustu umferðinni í maí lagði hann Aston Villa 5-0.