Annað kvöld tekur Manchester United á móti Paris Saint-Germain í næstsíðustu umferð H-riðils í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Old Trafford en riðillinn er bæði opinn og áhugaverður fyrir hlutlausa þar sem Man United, PSG og RB Leipzig geta öll unnið riðilinn eða setið eftir og lent í Evrópudeildinni. Það yrði eflaust saga til næsta bæjar ef Thomas Tuchel endaði með Kylian Mbappé og Neymar í Evrópudeildinni en til þess þarf þó ýmislegt að gerast.
Istanbul Başakşehir 2:1 Manchester United
Ole Gunnar Solskjær gerir nokkrar breytingar frá því um helgina fyrir leik kvöldsins gegn Istanbul Başakşehir í þriðju umferð H-riðils í Meistaradeildinni.
Á bekknum voru þeir: De Gea, Fosu-Mensah, Lindelöf, Mengi, Williams, Fred, James, McTominay, Pogba, Cavani, Greenwood og Ighalo.
Heimamenn stilltu upp í 4-2-3-1
Fyrri hálfleikur
Fyrsta færið kom þegar Maguire átti sendingu frá miðjum velli inn í teig heimamanna en viðstöðulaust skotBruno endaði í innkasti. Flott pressa hjá United og mikil yfirvegun og þolinmæði á fyrstu tíu mínútunum. Gæði í sendingum og hlaupum hjá Juan Mata, Donny van de Beek og Bruno Fernandes skiluðu sér í góðu skotfæri fyrir United þegar Luke Shaw var einn og óvaldaður á vítateigshorninu en skot hans kitlaði stöngina.
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla
Þá er komið að þriðju umferð í H riðli Meistaradeildarinnar þar sem tyrknesku meistararnir í Istanbul Başakşehir taka á móti Rauðu djöflunum heima í Tyrklandi. United trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga og +6 í markatölu eftir glæsilega sigra á PSG og RB Leipzig en Meistaradeildin virðist vera eini vígvöllurinn sem hentar United þessa stundina. Mótherjinn er sá sem á pappír gæti virst auðveldasta viðureignin en það hafa einmitt reynst erfiðustu bitarnir fyrir Ole Gunnar Solskjær og hans menn. Hvort þeim norska reynist erfitt að peppa menn upp í minni leikina eða leikmenn einfaldlega séu að ofmetnast/vanmeta andstæðinginn er álitamál en hitt er næsta öruggt að enginn leikur getur lengur talist skyldusigur fyrir United eins og liðið er að spila í dag.
Chelsea mætir á Old Trafford
Eftir glæst og gjöfult ferðalag til Parísar í miðri viku fer United með gott veganesti inn í erfiðan leik í Lundúnum. Chelsea taka á móti okkur í sjöttu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar en rétt eins og hjá okkar mönnum þá hefur lærisveinum Lampard ekki gengið neitt einstaklega vel í fyrstu fimm umferðunum og sitja þeir í 8. sæti deildarinnar. Á sama tíma og United lagði leið sína til frönsku höfuðborgarinnar héldu Chelsea sig heima og tóku þar á móti Sevilla í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar en þeim leik lauk með steindauðu jafntefli. Þar stillti Lampard upp sínu sterkasta liði í 4-2-3-1 leikkerfið til að koma öllum sínum sterkustu leikmönnum í liðið.
PSG 1:2 Manchester United
Gestgjafarnir í París pöntuðu Manchesterborgar rigningu fyrir Meistaradeildarkvöldið í kvöld til að gestunum frá United liði eins og heima hjá sér. Þar að auki klæddist United hinni umdeildu þriðju treyju liðsins, sem minnir óneitanlega á zebrahesta, í fyrsta skiptið í keppnisleik og það var eins og það væri skrifað í skýin að kvöldið yrði á einhvern hátt eftirminnilegt.