Þá heldur United út til Austurríkis þar sem efsta lið deildarinnar LASK, eða Linzer Athletik-Sport-Klub, tekur á móti okkur. Leikurinn fer fram á Linzer Stadion, TGW Arena en vegna veirufaraldursins, sem eflaust hefur ekki farið framhjá neinum, verður leikið fyrir luktum dyrum í varúðarskyni.
Þessi leikur er fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að United lagði Club Brugge af velli 1-6 samanlagt á meðan heimamenn í LASK lögðu AZ Alkmaar frá Hollandi í sömu umferð. Þó margir vilji meina að United hafi verið heppið með drátt en þá skyldi ekki vanmeta. Í riðlinum sínum lögðu þeim Rosenborg, PSV og Sporting nokkuð örugglega og hafa í raun unnið alla heimaleiki sína en einungis tapað einum útileik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en það var gegn Sporting í Portúgal.