Þá er röðin komin að deildinni á nýjan leik eftir tvo leiki röð í bikarkeppnum. Eftir þrjá leiki á nýju ári er United enn að leita eftir fyrsta sigrinum en það sem af er ári hefur frammistaða liðsins verið langt undir pari. Tap gegn Arsenal og Manchester City og jafntefli í leik gegn Úlfunum þar sem United átti ekki skot á rammann (reyndar í rammann sem telur ekki) gefa ekki góð fyrirheit um það sem eftir lifir leiktíðar.
Arsenal 2:0 Manchester United
Í dag fór fram fyrsta viðureign Manchester United á því herrans ári 2020 en hún var af dýrari gerðinni. Erkifjendurnir í Arsenal tóku á móti Rauðu djöflunum á Emirates vellinum en Ole Gunnar Solskjær gerði örfáar breytingar frá leiknum gegn Burnley um síðustu helgi.
Á bekknum voru þeir Romero, Mata, Greenwood, Jones, Young, Pereira og Williams
Mikel Arteta stillti upp liði sínu ekki ósvipað og gegn Chelsea
Nýtt ár, nýtt líf?
Á sama tíma og við óskum landsmönnum gleðilegs nýs árs opnar janúarglugginn sem eflaust einhverjir ef ekki allir stuðningsmenn United hafa beðið eftir. Tímabilið fram til þessa hefur einkennst af miklum sveiflum hvað varðar spilamennsku og nær flest allt tengt liðinu.
Á meðan liðið hefur ekki ennþá tapað fyrir einu af „stóru liðunum“ hefur stigasöfnun gegn neðri hluta deildarinnar vera óboðlegur svo ekki verði meira sagt. Liðið hefur lagt öll toppliðin fyrir utan Liverpool en tapar svo fyrir West Ham, Newcastle og Watford sem öll hafa verið í nokkrum vandræðum á tímabilinu.
Manchester United 3:0 Colchester United
Í kvöld mætti Manchester United d-deildarliðinu Colchester United í Carabao bikarnum (deildarbikarnum). Litla liðið úr austurhluta landsins var sýnd veiði en ekki gefin en þeim hafði hingað til tekist að leggja bæði Crystal Palace og Tottenham af velli í keppninni.
Á bekknum voru þeir Grant, Garner, Lingard, Jones, Chong, Williams og McTominay,
Lið gestanna var skipað þeim Gerken, Jackson, Tom Eastman, Prosser, Bramall, Lapslie, Pell, Comley, Harriot, Nouble og Norris.
Colchester mætir á Old Trafford
Eftir bragðdauft jafntefli í deildinni við vængbrotið lið Everton er komið að leik í miðri viku gegn Colchester United. Leikurinn var merkilegur í alla aðra staði en fyrir úrslitin þar sem United náði þeim merka áfanga að spila 4000 leiki í röð þar sem uppalinn leikmaður er í hópnum.
Leikurinn á morgun er hins vegar merkilegur fyrir allt aðrar sakir. Þetta verður einungis í þriðja sinn sem liðin mætast en fyrsta viðureign liðanna fór fram 20. febrúar 1979. Þá mættust liðin í 5. umferð FA bikarsins en síðan þá hafa liðin einungis mæst einu sinni en það var 8. nóvember 1983 í deildabikarnum. Í báðum leikjunum hélt United hreinu og vann leikinn.