Leikurinn í dag var fjórði leikurinn á tímabilinu en fyrir leikinn hafði United unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli. Ekkert til þess að gráta yfir en vissulega súrt miðað við hvernig leikirnir spiluðust og öll þau tækifæri sem gáfust sem hefðu geta fært okku fullt hús stiga.
Fyrir leikinn í dag var vitað að Southampton yrðu erfiðir þar sem þeim hefur ekki mistekist að skora á heimavelli sínum í 10 mánuði. Því hefði liðið geta sagt sér að til þess að leggja dýrlingana að velli á St. Mary’s þyrfti liðið að skora a.m.k. tvö mörk. Það reyndist þrautin þyngri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli.