í dag mætti United til Huddersfield þar sem heimamenn tóku á móti okkar mönnum á stórglæsilegum velli sínum. Huddersfield var fyrir löngu fallið úr deildinni og höfðu einungis upp á stoltið að spila en liðið hafði einungis tekist að krækja í 4 stig af síðustu 69 mögulegum og á blaði hefði þessi leikur átt að vera borðleggjandi sigur fyrir United. En annað kom á daginn.
Ekkert annað en þrjú stig í boði
Á morgun heldur Manchester United til West Yorkshire og heimsækir þar lánlaust lið Huddersfield United en leikur verður næst síðasti leikur United í deildinni á þessu tímabili. Liðið hefur verið á undanförnum vikum í sannkölluðu dauðafæri á að koma sér í bílstjórasætið í baráttunni við Arsenal og Chelsea (og reyndar Tottenham líka) um Meistaradeildarsæti en svo virðist sem ekkert af þessum liðum hafi löngun eða baráttuviljann sem þarf til þess að klára dæmið.
Everton 4:0 Manchester United
Í gær fóru Tottenham tómhentir frá Etihad vellinum eftir 1-0 tap gegn Manchester City. United gat því jafnað Tottenham að stigum og komist upp fyrir Arsenal og Chelsea, í það minnsta tímabundið, með sigri á Everton í dag. Sú varð aldeilis ekki raunin enda mætti gjörsamlega andlaust og máttvana United lið til leiks í dag en svo virtist sem leikmenn liðsins væru með öllu áhugalausir og enginn baráttuvilji fyrir hendi.
Leiðin liggur í Bítlaborgina á ný
Eftir að Manchester United mistók að viðhalda Meistaradeildardrauminum eftir afdrifarík einstaklingsmistök á þriðjudaginn síðast liðinn var ljóst að liðið mun ekki fagna neinum titli í ár. Ef litið er á björtu hliðina þá gefst meiri tími til að einblína á deildina en sem stendur er liðið í granítharðri baráttu við Tottenham, Arsenal og Chelsea um 3. og 4. sætið. Einungis 3 stig skilja þessi lið að og öll hafa liðin leikið 33 leik að undanskildu Chelsea sem hefur spilað leik meira.
Manchester United 0:0 Liverpool
Í dag fór fram gríðarlega mikilvægur leikur þar sem erkifjendurnir í Liverpool freistuðu þess að komast aftur á topp ensku Úrvalsdeildarinnar með því að taka stig frá Old Trafford. Á sama tíma vonuðust stuðningsmenn United til að slá tvær flugur í einu höggi, halda 4. sætinu og leggja sitt af mörkum til þess að deyfa titilvonir Liverpool, en þeir voru jafnir Manchester City að stigum fyrir leik en með mun færri mörk skoruð. Liverpool hafði leikið einum leik færra og því gæti munurinn legið í þessum eina leik og því hafði hann svo mikið vægi fyrir mörg lið í deildinni.