Þá er komið að þeim deildarleik sem United stuðningsmenn flestir hverjir hafa beðið eftir einna mest en það er síðari viðureignin við erkifjendurna úr Bítlaborginni. Fyrri viðureignin reyndist fallöxin fyrir fyrrum stjóra United, José Mourinho, en á þessum tíma var liðið í bullandi vandræðum og viðurkenndi portúgalinn sjálfur að það tæki kraftaverk til að skila liðinu í Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.
Leicester City 0:1 Manchester United
Í dag fór fram viðureign Leicester City og Manchester United á King Power Stadium í Leicester þar sem okkar menn höfðu tækifæri á að komast upp í 5. sætið a.m.k. tímabundið þar sem Arsenal átti leik síðar um daginn. Chelsea vann sinn leik nokkuð örugglega í gær enda kannski ekki von á öðrum þar sem þeir mættu Huddersfield sem virðist vera að stefna lóðrétt niður í Championship deildina á ný. United þarf því að bíða lengur eftir möguleikanum á því að skjótast upp í Meistaradeildarsætið eftirsóknarverða en tókst þó að klifra upp fyrir Arsenal.
Rauðu djöflarnir heimsækja refina
Á morgun mætir Manchester United á erfiðan útivöll í Leicester þar sem meistararnir frá því 2016 taka á móti okkur. Eins og flestum er kunnugt tók United sitt fyrsta feilspor í miðri vikunni þegar liðið lenti 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Liðinu tókst þó að bjarga andlitinu með tveimur síðbúnum mörkum en engu að síður 2 töpuð stig í baráttunni um Meistaradeilarsæti.
Manchester United 2:1 Brighton
Í dag fór fram 6. deildarleikur United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og jafnframt sá þriðji á heimavelli. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar sem Paul Pogba og Marcus Rashford sáu um markaskorun United. Hér er um að ræða mjög mikilvæg þrjú stig því með sigrinum saxar United á Chelsea í 4. sætinu og/eða Arsenal í því 5. því að þessi tvö lið mætast núna kl 17:30 á Emirates vellinum og því mun annað hvort liðið tapa stigum í dag. Enn eitt skrefið sem Ole Gunnar Solskjær og hans menn stíga í átt að þessu margumtalaða fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Rauðu djöflarnir taka á móti Brighton
Eftir frábær úrslit og þrælskemmtilegan leik síðasta sunnudag gegn Tottenham er komið að því að taka á móti Brighton en þetta verður sjötti deildarleikurinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Fyrstu fjóra leikina unnu United nokkuð sannfærandi en fyrsta virkilega prófraunin var leikurinn gegn Tottenham þar sem Ole (ásamt þjálfaraliði hans) sýndi klókindi sín sem þjálfari en markið sem Marcus Rashford skoraði var greinilega eitthvað sem liðið hefur unnið að út í Dubai á dögunum.