Á morgun fer fram fyrri orrustan um Manchesterborg en þá taka borgararnir í Manchester City á móti rauðu djöflunum í sannkölluðum nágrannastórslag á Etihad vellinum. Síðast þegar liðin mættust á þessum velli í deildinni var boðið upp á fótboltaveislu sem vert er að rifja upp en heimamenn í City komust í 2-0 á fyrsta hálftímanum með mörkum frá Vincent Kompany og Iker Gündogan og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Manchester United 2:1 Everton
Í dag fór fram viðureign Manchester United og Everton í skugga hræðilegs þyrluslyss fyrr í dag þar sem sex fórust, þar á meðal Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester. Srivaddhanaprabha var vel liðinn meðal stuðningsmanna Leicester City, enda varð liðið enskur meistari 2016 og komst í meistaradeild Evrópu árið eftir. Í kjölfar slyssins hafa fjölmörg lið, stjórar og leikmenn á Englandi vottað aðstandendum samúð sína og í allan dag hefur fólk streymt að leikvangi Refanna í sama tilgangi. En gleðilegri fréttir eru þær að drengirnir tólf sem lokuðust inni í helli í norðurhluta Taílands fyrr á árinu voru mættir á völlinn til að horfa á United taka á móti Everton.
Manchester United 3:2 Newcastle United
Manchester United tók á móti Rafa Benítez og lærisveinum hans í Newcastle United á Old Trafford í dag í leik sem margir vildu meina að væri síðasti leikur Mourinho sem knattspyrnustjóri United. Bæði lið höfðu farið illa af stað í byrjun leiktíðar en leikmenn Benítez hafa óneitanlega átt erfiðari leiki á dagsskrá en greinilegt að bæði lið vildu reyna að nýta sér vandræði mótherjans og grípa tækifærið og snúa við döpru gengi sínu. Lið United var þannig skipað í dag:
West Ham 3:1 Manchester United
Manchester United liðið mætti ekki á Lond0n Stadium í dag til að spila gegn West Ham United í 7. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar sem fram fór fyrr í dag. Þess í stað mættu ellefu áhugalausir, ósannfærandi og andlausir einstaklingar sem virtust frekar eiga heima í stúkunni sem áhorfendur fremur en á vellinum sem fótboltaiðkendur. Það langbesta við þennan leik er það að hann er búinn. Fátt var um góða drætti og liðið svo langt frá sínu besta að Ed Woodward og Glazerarnir eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af því hvort liðið verði með í Meistaradeildinni á næsta ári og skyldi engan furða. Á svona degi virðist liðið frekar eiga heima í Inkasso deildinni (ath. með fullri virðingu fyrir þeirri deild) en í deild þeirra bestu á Englandi.
Embed from Getty Images
Það er engum blöðum um það að fletta að það er krísa hjá liðinu og þeir stuðningsmenn sem vilja meina annað eru í mikilli afneitun. Hins vegar má þræta endalaust um orsakir hennar, hvort sem hún liggur hjá Mourinho, Pogba, liðsandanum í klefanum og leikmönnum liðsins, Ed Woodward eða eigendunum en eitt er víst og það er að breytinga er þörf. Þegar slíkt blasir við hjá stórliði eins og United er stjórinn yfirleitt sá fyrsti undir fallöxin.
West Ham tekur á móti djöflunum
Á morgun hefst 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Hamrarnir taka á móti okkar mönnum á London Stadium í hádeginu á morgun. Eftir allt sem gengið hefur á hjá okkar mönnum og í kringum félagið eru menn kannski ekkert alltof bjartsýnir með framhaldið en ósætti milli José Mourinho og Paul Pogba hefur eflaust ekki fara framhjá neinum á síðustu dögum.
Í vikunni fóru þeim Tryggvi og Björn yfir hlutina í góðu djöflavarpi þar sem þetta mál var tekið fyrir og mæli ég eindregið með því hafir þú ekki fengið þig nú þegar fullsaddan af þessari umræðu. En að leiknum.