Þá er 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar lokið en okkar menn sigldu heim 3 stigum manni færri eftir vægast sagt skrautlegan leik. José Mourinho skellti Fellaini inn á miðjuna í staðinn fyrir Fred sem átti ekki sérstakan leik gegn Tottenham fyrr í vikunni. Sanchez og Linfelöf komu líka báðir inn en Mourinho stillti upp í frekar hefðbundið 4-3-3 á meðan Burnley stillti upp í 4-4-2.
United fer í heimsókn á Turf Moor
Þá er komið að fjórðu umferð í enska boltanum en hún hófst í dag með viðureign Leicester City og Liverpool. Okkar menn mæta á Turf Moor í öðrum af síðustu tveimur leikjum umferðarinnar á morgun þar sem heimamenn í Burnley taka á móti okkur. Hvorugt liðið hefur fengið draumabyrjun á tímabilinu en stuðningsmenn beggja liða vonast eflaust eftir því að leikurinn á sunnudaginn komi til með að marka upphafið að nýjum og betri tímum. Hvort af því verði verður að koma í ljós en eitt er víst að okkar menn þurfa að átta sig á að sumarfríið er búið og menn þurfa að fara skrúfa hausinn á og byrja tímabilið.
Biðin er á enda…
Næstkomandi föstudag geta United-stuðningsmenn tekið gleði sína á ný en þá hefst nýtt tímabil í ensku Úrvalsdeildinni með viðureign Manchester United og Leicester City. Leikurinn fer fram á Old Trafford kl. 19:00 að íslenskum tíma og samkvæmt veðurspám má búast við kjöraðstæðum til fótboltaiðkunar í Manchester á föstudaginn. Leikmenn United hafa verið að tínast á æfingasvæðið á síðustu dögum enda sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn stutt frá lokadegi heimsmeistaramóts að fyrstu umferð í enska boltanum. Við fórum aðeins yfir stöðuna hjá okkar mönnum frá HM-lokum og gerðum upp sumargluggann í síðasta djöflavarpinu en hann lokar í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort United nái að auka við breiddina í hópnum á síðustu klukkustundum gluggans.
Brighton 1:0 Manchester United
Í kvöld tóku nýliðarnir úr Brighton á móti okkar mönnum á fínu föstudagsfótboltakvöldi. Enginn Alexis Sanchez né Romelu Lukaku voru í hópnum í kvöld en framlínuna leiddu þeir Anthony Martial, Marcus Rashford og Juan Mata.
Þá fékk Anthonio Valencia langþráða hvíld og fyllti Matteo Darmian í skarðið fyrir hann en Ashley Young tók við fyrirliðabandinu annars var liðið:
United heimsækir nýliðana í Brighton
Eftir gríðarlega góðan sigur á erkifjendunum í Arsenal í síðasta leik Wenger á Old Trafford situr Manchester United þægilega í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Liverpool og á inni leik til góða. Tvö stig úr síðustu þremur leikjunum okkar nægja okkur til að gera tölfræðilega út um vonir Liverpool til að ná okkur og það verður að teljast ansi líklegt að þau skili sér í hús, jafnvel þótt ungir og efnilegir leikmenn fái að spreyta sig í þessum leikjum. Liðið hefur sigrað fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og hafa leikmenn virkilega tekið sig á eftir hörmungarnar gegn West Brom í síðasta mánuði.