Í kvöld mætti Manchester United til leiks í 5. umferð FA-bikarsins á John Smith‘s Stadium þar sem heimamenn í Huddersfield tóku á móti okkar mönnum. Í síðustu 13 viðureignum liðanna hafði Huddersfield einungis tekist að knýja fram sigur einu sinni gegn United en sá leikur var einmitt deildarleikur fyrr á leiktíðinni á sama velli. José Mourinho stillti upp mikið breyttu liði frá síðasta leik en fastaleikmenn eins og De Gea og Pogba voru hvergi sjáanlegir. Í stað þeirra fengu Carrick og Romero pláss í byrjunarliðinu en það var ánægjulegt að sjá ungu strákana í leimannahópnum í kvöld, þá Castro Pereira, Angel Gomes og Ethan Hamilton sem voru á bekknum auk þess að Scott McTominay byrjaði á miðjunni.
Manchester United 3:0 Stoke
Manchester United heldur áfram á sigurbraut á nýju ári, eftir öruggan útisigur á Everton í deildinni og bikarsigur gegn Derby tók United á móti Stoke á Old Trafford í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri á frekar döpru liði gestanna. Leikurinn var jafnframt síðasta viðureignin í 23. umferð Úrvalsdeildarinnar en með sigrinum náði United að rjúfa 50 stiga múrinn og slíta sig frá Chelsea og Liverpool sem eru með 47 stig. Skyldusigur myndu eflaust einhverjir segja en ef litið er til síðustu fimm leikja sem Mourinho hefur mætt Stoke þá enduðu þeir allir með jafntefli og því ánægjulegt að rjúfa hefðina með öruggum sigri á „lélegasta“ liði deildarinnar.
Stoke án stjóra kemur í heimsókn
Næstu mótherjar okkar verða Stoke en þeir sækja United heim í síðari deildarviðureign liðanna á mánudagskvöld klukkan átta. Fyrri leikurinn sem fór fram á bet365 vellinum endaði með 2-2 jafntefli þar sem Eric Maxim Choupo-Moting átti frábæran dag og sá til þess að United tapaði sínum fyrstu stigum í deildinni. Þessi leikur ásamt sterkum 1-0 sigri á Arsenal í annarri umferð virðast vera einu ljósu punktarnir á yfirstandandi leiktíð enda fór gengi liðsins snarlega versnandi og að lokum var Mark Hughes látinn taka pokann sinn eftir tæp fimm ár sem knattspyrnustjóri Stoke. Sparkið fékk hann eftir 2-1 ósigur gegn d-deildarliðinu Coventry City í FA bikarnum í síðustu viku sem var mikill skellur fyrir Stoke.
United 2:2 Burnley
Annar í jólum hefur vanalega reynst Manchester United mjög vel en sú varð ekki raunin í dag, a.m.k. ekki framan af. Leikurinn fór af stað með miklum látum og strax á fyrstu mínútu fékk Marcos Rojo gult spjald fyrir að setja höndina fyrir Arfield. Þetta þýðir að hann er kominn með fimm gul spjöld síðan hann snéri aftur á völlinn 28. nóv. s.l. eftir meiðsl og verður í leikbanni í næsta leik.
Burnley snýr aftur á Old Trafford
Þá er röðin komin að því að bjóða Sean Dyche og lærlinga hans í Burnley í heimsókn á Old Trafford á annan í jólum en þá fara fram átta leikir í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að bæði lið séu að sleikja sárin eftir síðustu leiki. United datt út á móti Bristol City í deildarbikarnum fyrir viku síðan og tapaði dýrmætum stigum á afar grátlegan hátt á móti 10 leikmönnum Leicester á Þorláksmessu.