Á morgun ferðast Manchester United til Bristol þar sem landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon og félagar í Bristol City F.C. taka á móti okkur í 8-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Nú fer leikjaálagið að þyngjast í kringum hátíðirnar en United á nánast leik á þriggja daga fresti út mánuðinn og því liggur í augum uppi að José Mourinho þarf að vera duglegur að gera breytingar á liðinu milli leika.
Manchester United 1:0 Brighton and Hove Albion
Það var blautur og vindasamur dagur í Manchesterborg í dag þegar nýliðar Brighton mættu á Old Trafford í fyrsta sinn í 24 ár. Bæði lið stilltu upp lítið breyttu liði frá síðustu helgi og greinilegt að Mourinho ætlaði sér að blása til sóknar. Mourinho stillti sem fyrr upp sókndjörfu liði sem virtist geta boðið upp á hreint út sagt magnaða skemmtun. Sú varð ekki raunin.
Brighton á Trafford í fyrsta skiptið í 24 ár.
Chris Hughton og hans menn í Brighton and Hove Albion mæta til okkar í Manchester á morgun kl 15:00 og eftir súra ferð til Sviss í meistaradeildinni er ekki ólíklegt að José Mourinho krefjist þess af okkar mönnum að þeir skili þremur stigum heim í búið. Reyndar fór liðið vel af stað eftir nýafstaðið landsleikjahlé en taka verður mið af mótherjunum sem verður að segjast eins og er að voru ekki þeir sterkustu sem við munum mæta á tímabilinu. Leikurinn gegn Basel kom stuðningsmönnum hressilega niður á jörðina aftur en liðið mátti teljast ansi óheppið að vera ekki búið að skora í fyrri hálfleik og hundfúlt tap reyndist niðurstaðan.
Swansea 0:2 Manchester United
Í kvöld var förinni heitið til Wales í 16. liða úrslitum deildarbikarsins. Eins og við var að búast mætti United með hálfgert varalið á völlinn þar sem okkar bíður erfiður heimaleikur gegn Tottenham sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. Lykilmenn eins og De Gea, Mkhitaryan, Mata og Valencia voru hvíldir og Lukaku og Matic komu inná sem varamenn. Liðið var því talsvert breytt frá deildarleiknum um síðustu helgi og nokkrir af ungu strákunum fengu að spreyta sig.
United heldur til Wales í deildarbikarnum.
Þá er komið að næsta leik okkar í deildarbikarnum en að þessu sinni liggur leið United á Liberty Stadium í Wales þar sem Swansea tekur á móti okkur. Síðast þegar við mættum í heimsókn sóttum við þrjú stig og tókst að skora fjögur mörk eins og reyndar oft áður á þessu tímabili. Eftir frábæra byrjun í öllum keppnum hefur hins vegar hraðlestin hans Jose Mourinho hikstað að undanförnu.