Dýrlingarnir tóku á móti okkar mönnum á St. Mary’s í dag en Jose Mourinho stillti upp sterku liði, Fellaini, De Gea, Lukaku, Matic og Mkhitaryan komu allir inn í byrjunarliðið.
Lið Southampton var einnig gríðarlega sterk. Þó vermdu Gabbiadini og Virgil van Djik bekkinn, greinilegt að sá síðarnefndi er enn í skammarkróknum en svo virðist vera að Shane Long hafi átt að þreyta vörnina hjá United og Gabbiadini átt að koma ferskur inn í lok leiks.