Þá er komið að næsta leik okkar í deildarbikarnum en að þessu sinni liggur leið United á Liberty Stadium í Wales þar sem Swansea tekur á móti okkur. Síðast þegar við mættum í heimsókn sóttum við þrjú stig og tókst að skora fjögur mörk eins og reyndar oft áður á þessu tímabili. Eftir frábæra byrjun í öllum keppnum hefur hins vegar hraðlestin hans Jose Mourinho hikstað að undanförnu.
Southampton 0:1 Manchester United
Dýrlingarnir tóku á móti okkar mönnum á St. Mary’s í dag en Jose Mourinho stillti upp sterku liði, Fellaini, De Gea, Lukaku, Matic og Mkhitaryan komu allir inn í byrjunarliðið.
Lið Southampton var einnig gríðarlega sterk. Þó vermdu Gabbiadini og Virgil van Djik bekkinn, greinilegt að sá síðarnefndi er enn í skammarkróknum en svo virðist vera að Shane Long hafi átt að þreyta vörnina hjá United og Gabbiadini átt að koma ferskur inn í lok leiks.
Manchester United 4:1 Burton Albion
Jose Mourinho hvíldi nokkra lykilleikmenn í bikarleiknum eins og fastlega var búist við. Romero, Carrick og Lingard fengu allir pláss í byrjunarliðinu ásamt Blind, Darmian og Mata.
Gestirnir stilltu upp sterku liði og voru greinilega mættir til að fá eitthvað úr leiknum en Nigel Clough gerði nokkrar breytingar frá síðasta bikarleik og stillti upp þriggja manna vörn.
Það má segja að leikurinn hafi byrjað með krafti og áttu gestirnir fyrsta skot á markið. En fyrsta markið leit dagsins ljós strax á 5. mínútu, en Marcus Rashford skoraði þá eftir sendingu frá Carrick, sem reyndar Lingard gerði vel með að fleyta áfram fyrir Rashford inn í opið svæði í teignum.
Baráttan um deildarbikarinn hefst á ný.
Næst á dagskrá er fyrsti leikur United í deildarbikarnum og mótherjarnir að þessu sinni Burton Albion F. C. Eftir frábæra byrjun í Úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni vonumst við að sjálfsögðu til að United geti haldið uppteknum hætti og byrjað af sama krafti í deildarbikarnum.
Bikarinn, sem núna ber nafnið Carabao Cup eftir orkudrykkjaframleiðandanum, hefur ekki alltaf verið í miklum metum hjá stóru liðunum og því hefur þessi keppni oft verið vettvangur fyrir stjóra þessara liða til að leyfa yngri og sprækari leikmönnum að spreyta sig. United vann einmitt þennan bikar í fyrra við mikinn fögnuð höfundar og næsta víst að Mourinho vilji gera allt í sínu valdi til að halda honum. Það verður því fróðlegt að sjá hversu mikið Móri er tilbúinn að gefa ungu strákunum færi á að sanna sig á stóra sviðinu í þessum leikjum og það kæmi lítið á óvart að sjá minni spámenn í hópnum. Þessi leikur væri tilvalinn til þess þar sem líklega pakka Burton Albion í vörn og vona að endurtaka þurfi leikinn á heimavelli þeirra. Að auki er ekki ólíklegt að nú þegar leikjadagskráin er orðin ansi þétt að Mourinho þurfi að hvíla lykilleikmenn fyrir stærri leiki. Þar fyrir utan er meiðslalistinn búinn að lengjast við lítinn fögnuð höfundar. Nýjasta nafnið á listanum er Paul Pogba sem gæti verið út í allt að 12 vikur en aðrir á listanum eru Zlatan Ibrahimovich og Marcos Rojo en Luke Shaw, sem hefur verið á listanum, er spurningarmerki og fróðlegt að sjá hvort hann sé tilbúinn.