Erik ten Hag hristi hraustlega upp í hlutunum í kvöld en hann stillti upp í demantsmiðju með Casemiro, Bruno, McTominay og Hannibal Mejbri fyrir aftan Rashford og Hojlund. Þá kom einnig m0örgum á óvart að Martinez var hvergi að finna en samkvæmt Hollendingnum er hann að glíma við eftirmál vegna meiðsla og vildi stjórinn ekki taka séns á því að spila honum. Það kom því í hlut Johnny Evans að stilla sér upp við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar en hann byrjaði síðast deildarleik fyrir United árið 2015.
Turf Moor bíður okkar!
Eftir uppskerulítið ferðalag til Þýskalands þar sem Rauðu djöflarnir heimsóttu ríkjandi meistara þar á bæ er röðin aftur komin að deildarleik á enskri grund, í þetta sinn gegn Burnley. Síðasti leikur þeirra var viburðarrík viðureign gegn Nottingham Forest sem lauk með 1-1 jafntefli en United spilaði við Bayern í miðri viku. Nú þegar hefur tímabil United verið dæmt dautt og jafnvel einhverjir svartsýnir stuðningsmenn farnir að trúa því að liðið verði mögulega ekki í Meistaradeildarbaráttunni í ár. Liðið situr í 13. sæti deildarinnar og nú þegar orðið 9 stigum á eftir nágrönnum sínum á toppnum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er United á botni riðilsins í Meistaradeildinni þar sem FC Kaupmannahöfn og Galatasary gerðu 2-2 jafntefli.
Manchester United 3:2 Nottingham Forest
Tæpt var það, Teitur. Manchester United marði heimasigur gegn Nottingham Forest 3-2 í leik sem vissulega þandi taugarnar óþægilega mikið. Veðrið hafði sitt að segja en himnarnir hreinlega opnuðust í miðjum leiknum og úrkoman í Manchesterborg hefur verið mæld í tommum en ekki millimetrum. Það gerði leikmönnum erfitt um vik og boltinn var augljóslega þungur og óútreiknanlegur.
Rauðu djöflarnir taka á móti Forest
Þessi viðureign gegn Nottingham Forest á laugardaginn getur ekki komið nógu fljótt fyrir suma á meðan einhverjir myndu helst vilja taka heilt undirbúningstímabil fyrir leikinn. United er með þrjú stig eftir tvo leiki, ósanngjarn heimasigur gegn Úlfunum og grautfúlt útitap gegn Tottenham en þetta upphaf leiktíðarinnar skilur vafalaust eftir ákveðið óbragð í munninum hjá stuðningsmönnum Rauðu djöflanna og minnir óneitanlega að sumu leyti á upphaf síðustu leiktíðar.
Byrjunarliðið í dag gegn Aston Villa
Byrjunarlið dagsins, Aaron Wan-Bissaka og Antony út fyrir Tyrell Malacia og Marcel Sabitzer.
Á bekknum: Butland, Maguire, Wan-Bissaka, Williams, Fred, Pellistri, Antony, Martial og Weghorst.