Manchester United á mánudagsleik í þessari umferð gegn öðru liði sem hefur átt gloppótta byrjun á leiktíðinni. Arsenal kemur í heimsókn með það á bakinu að hafa fengið á sig næstflest skot allra liða í úrvalsdeildinni. Þeir voru þó í fjórða sæti þegar þessi umferð hófst og vilja líklega gjarnan halda því sæti áfram. Okkar menn þurfa á sigri að halda af mörgum ástæðum, ekki síst fyrir sjálfstraustið og til að halda áfram að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Wolverhampton Wanderers 2:1 Manchester United
Það vakti strax mikla athygli þegar leikmenn Manchester United stigu út úr liðsrútunni fyrir þennan leik að hvergi var hægt að finna Rashford og Herrera meðal leikmanna. Einhverjir blaðamenn komu með þær fréttir að Rashford væri veikur en fjarvera Herrera var óútskýrð lengi framan af. Seinna breyttist þó ástæðan fyrir fjarveru Rashford úr veikinum í meiðsli. Solskjær staðfesti það svo stuttu fyrir leik að báðir leikmenn væru meiddir. Rashford er víst meiddur á ökkla. Hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli en þetta eru víst glæný meiðsli á hinum ökklanum. Ekki góðar fréttir. Samsæriskenningar um að Herrera væri frá vegna háværs slúðurs um að hann væri að heimta of há laun og vildi heldur fara frítt til PSG í sumar en þiggja það sem United væri tilbúið að borga honum virtust þá ekki vera réttar. En það er vonandi að meiðsli þessara leikmanna séu ekki alvarleg.
Úlfarnir heimsóttir
Eftir góðu fréttirnar um fastráðningu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United hélt liðið upp á það með lélegri frammistöðu gegn Watford sem þó skilaði sigri. Nú er komið að því að mæta Úlfunum aftur. Það var heldur betur svekkjandi að horfa upp á liðið henda frá sér afskaplega öflugum bikarsigrum á útivöllum gegn Arsenal og Chelsea með því að tapa verðskuldað fyrir Úlfunum í fjórðungsúrslitum. En nú er tækifæri til að bæta fyrir báðar þessar frammistöður og sýna úr hverju liðið er gert.
PSG 1:3 Manchester United
Fyrir þennan leik blés svo sannarlega ekki byrlega fyrir Manchester United. Meiðsli, leikbann, tap á bakinu eftir heimaleikinn og á leið á útivöll sem hefur verið einn sá erfiðasti í Evrópu á síðustu árum. En ef það er einhver sem kann að snúa tapstöðu í sigur þá er það Ole Gunnar Solskjær. Og það sem meira er, hann virðist hafa kennt liðinu það.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt bjuggust flestir við að Solskjær ætlaði að láta liðið spila 3-5-2 eða 5-3-2. Þannig varð það þó ekki heldur kom Solskjær nokkuð á óvart með því að stilla upp í 4-4-fokking-2. Svona var byrjunarliðið:
Mun rómantíkin ráða för í París?
Eitt af því sem gerir fótboltann svona skemmtilegan eru stundirnar þegar rómantíkin yfirtekur raunsæið, þegar undirhundarnir sigrast á Golíötunum, þegar lið sýna seiglu og snúa tapstöðu í sigur, þegar það óvænta og fallega gerist. Ekki það, við vitum að Manchester United er alltaf Golíat frekar en Davíð, núna er liðið hins vegar í þannig stöðu að við þurfum knattspyrnurómantíkina með okkur í lið til að komast áfram. Bakið er rækilega upp að veggnum. Meiðsli hrjá hópinn og besti útivallarleikmaður liðsins er í leikbanni. Það þarf kraftaverk. En á knattspyrnuvöllunum gerast kraftaverkin reglulega, það er undir þeim leikmönnum sem þó eru heilir og ekki í leikbanni komið að gefa kraftaverkinu sénsinn.