Ole Gunnar Solskjær kann að gleðja stuðningsfólk Manchester United. Hann hefur mikla og góða reynslu af því og virðist ætla að halda því áfram sem knattspyrnustjóri. Fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn var einhver skemmtilegasti og besti leikur sem liðið hefur spilað frá því að besti knattspyrnustjóri allra tíma hætti störfum. Megi þessi skemmtun halda áfram sem lengst.
Valencia 2:1 Manchester United
Þegar allt kom til alls var það ekki svo langsótt pæling að Juventus færi að tapa stigum gegn Young Boys í Sviss. Það fór að lokum svo að ítalska liðið tapaði. Hins vegar náði Manchester United ekki að nýta það óvænta tækifæri til að ná toppsætinu því okkar lið tapaði einnig og það fyllilega verðskuldað. United verður þó með í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu á mánudaginn.
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur við Miðjarðarhafið
Það er fátt sem yljar íslenskri sál meira en skreppa í góða ferð til sólarlanda þegar stuttir dagar og mikið myrkur reyna sitt besta til að kremja andann hjá okkur sem af einhverjum ástæðum búum enn á þessu kalda og vindasama skeri. Það er vonandi að þessi sólarlandaferð liðsins okkar muni færa okkur svipaða gleði í fótboltaáhorfið okkar og vænn skammtur af sól og D-vítamíni getur gefið þeim sem flýja íslenskan vetur og verðlag.
Manchester United 1:0 Young Boys
Marouane Fellaini lét ekki afróleysið stoppa sig í því að tryggja Manchester United dýrmætan sigur gegn Young Boys í kvöld og tryggja þar með sæti liðsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frábær afgreiðsla hans í uppbótartíma skyldi liðin að í leik þar sem Manchester United hafði nokkra yfirburði úti á vellinum en þurfti samt að treysta á besta markmann heims til að lenda ekki undir.
Meistaradeildin heldur áfram, 16-liða úrslit í augsýn
Manchester United hefði svo mikið þurft að ná í þrjú stig í síðasta deildarleik, það verður alltaf strembnara og strembnara að komast í baráttu um Meistaradeildarsæti, hvað þá meira. Liðið náði vissulega að halda hreinu, sem gerist alltof sjaldan, en það var því miður of andlaust fyrir framan mark andstæðinganna, eitthvað sem gerist of oft.
En nú er komið að öðrum leik í annarri keppni. Eftir frábæran sigur á stórliði Juventus á erfiðum útivelli í síðustu umferð er Manchester United komið í kjörstöðu að komast upp úr riðlinum og vera jafnvel búnir að tryggja það fyrir lokaumferðina. Það væri ljómandi fínt því ekki aðeins er lokaleikurinn útileikur gegn Valencia heldur kemur hann inn á milli stórleikja í deildinni í desember. Það myndi því muna miklu að geta sparað orku og hvílt leikmenn í þeim leik.