Það er komið að fyrsta heimaleiknum hjá Manchester United í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Eftir sannfærandi sigur gegn Young Boys frá Bern í fyrstu umferðinni er komið að því að fá spænska liðið Valencia í heimsókn á Old Trafford. Manchester United er í efsta sæti riðilsins fyrir 2. umferðina, er með 3 stig ásamt Juventus en betra markahlutfall. Valencia og Young Boys eru stigalaus.
Young Boys 0:3 Manchester United
Manchester United byrjaði tímabilið í Meistaradeildinni eins vel og hægt er með þremur mörkum og þremur stigum á útivelli. Andstæðingurinn var vissulega að öllum líkindum sá slakasti í riðlinum en einmitt þess vegna var mikilvægt að lenda ekki í neinu veseni í þessum útileik.
Í aðdraganda leiksins hafði verið talað töluvert um það að nýi hægri bakvörðurinn í liðinu, Diogo Dalot, gæti fengið sénsinn. Hann var búinn að jafna sig eftir meiðsli og ekki þótt ástæða til að taka séns á að láta Valencia spila á þessu gervigrasi sem er á Stade de Suisse. Hann reyndist svo vera í byrjunarliðinu ásamt nokkrum öðrum sem fengu þarna séns til að sýna sig og minna á sig.
Meistaradeildin hefst í Sviss
Þá er komið að því að Meistaradeild Evrópu hefjist þetta tímabilið. Það er alltaf spennandi stund, þegar við horfum á riðilinn sem okkar menn drógust í og pælum í möguleikum liðsins á næstu vikum og mánuðum. Úrslitaleikurinn í vor mun verða spilaður á Wanda Metropolitano, glænýjum og flottum leikvangi Atlético Madrid. Hefur Manchester United það sem til þarf til að komast alla leið þangað 1. júní 2019? Ef við eigum að vera hreinskilin þá er liðið sennilega ekki í hópi líklegustu liða til að komast í úrslitaleikinn en það er þó alls ekki hægt að útiloka það. José Mourinho hefur alveg sýnt það að hann kann ýmislegt fyrir sér í þessari keppni.
Manchester United 0:3 Tottenham Hotspur
Eftir slæmt tap gegn Brighton var komið að stórleik á heimavelli. Tækifæri til að bæta fyrir frammistöðuna í síðasta leik og sýna almennilegan lit í deildinni. En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir verulega góða spretti á köflum þá var niðurstaðan slæmt tap.
José Mourinho ákvað að gjörbreyta liðinu sínu frá því í síðasta leik, bæði leikmannavali og liðsuppstillingunni. Af þeim sem byrjuðu gegn Brighton þá duttu 6 úr byrjunarliðinu og 4 þeirra voru ekki einu sinni í leikmannahópnum í þetta skiptið.
Tottenham heimsækir Old Trafford
Manchester United spilaði á föstudegi í fyrstu umferð, sunnudegi í annarri umferð og nú er komið að mánudagsleik í 3. umferðinni. Í næstu umferð verður svo aftur sunnudagsleikur og það er ekki fyrr en í fimmtu umferðinni sem United klárar safnið og fær loks laugardagsleik.
En þessi leikur verður eins og áður segir á mánudegi, hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og dómarinn í leiknum verður Craig Pawson.