Þetta var 1000. leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. 500. úrvalsdeildarleikurinn á Old Trafford. Kveðjuleikur Michael Carrick og alveg mögulega kveðjuleikur fleiri leikmanna liðsins. Einn þeirra var þó óvænt fjarverandi. Anthony Martial átti að spila þennan leik, samkvæmt því sem Mourinho sagði eftir West Ham leikinn á fimmtudaginn. Svo varð þó ekki, fyrir leik bárust fréttir af því að Martial hefði mætt á svæðið og keyrt svo í burtu, væri ekki í hópnum. Það kveikti strax alls konar sögur, hvort sem það var að Martial hafi farið í fússi og ósætti við Mourinho, að ólétt kærastan hans væri á leið í fæðingu eða mögulega að hann væri meiddur. Það kom svo seinna í ljós að hann hafði meiðst á æfingu daginn fyrir leik.
Watford kemur í heimsókn í lokaleik deildarinnar
Það hefur oft verið meira undir í lokaleik deildarinnar en er núna. Raunar er þetta einhver minnst spennandi lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni í langan tíma, það er allt svo gott sem ráðið og bara langsóttir möguleikar á hreyfingu hvað síðasta fallsætið og 4. sæti deildarinnar snertir.
Manchester United er búið að tryggja 2. sætið, það var eiginlega aldrei í neinni alvöru hættu. Þessi leikur verður því notaður til að kveðja einn af okkar betri leikmönnum síðustu ár. Michael Carrick, fyrirliði liðsins, mun byrja þennan leik og hann mun fá heiðursskiptingu. Og það er svo sannarlega gott tilefni til að fagna.
Manchester United 2:1 Arsenal
Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.
Kveðjuheimsókn Wenger
Manchester United getur enn klúðrað Meistaradeildarsætinu, ef liðið gerir í mesta lagi 1 jafntefli, tapar öðrum leikjum og Chelsea vinnur alla sína leiki. Það er aðeins léttara fyrir liðið að klúðra 2. sætinu, þá er nóg að tapa 2 leikjum af 4, ef Liverpool eða Tottenham vinnur rest.
United er þó í góðri stöðu hvað báðar þessar baráttur snertir, með þetta allt í sínum höndum og meira að segja gott svigrúm líka. Það er mjög gott.
Bournemouth 0:2 Manchester United
Eftir slaka frammistöðu gegn WBA um síðustu helgi var nauðsynlegt að liðið sýndi meiri lit fyrir erfiðan bikarleik gegn Tottenham um næstu helgi. Töluvert var um breytingar í liðinu, bæði til að hvíla menn en eins til að sjá hvort aðrir leikmenn myndu stíga upp og mögulega næla sér í byrjunarliðssæti gegn Tottenham á laugardag.
Byrjunarliðið í kvöld var þannig skipað: