Núna er annað hvort einn eða tveir fótboltaleikir eftir hjá Manchester United á þessu tímabili sem skipta nokkru máli. Það er annars vegar bikarleikurinn gegn Tottenham á laugardaginn og svo kannski úrslitaleikur bikarsins í maí.
Vissulega á Manchester United enn eftir 5 leiki í deildinni en þeir skipta harla litlu máli úr þessu, allavega fyrir það sem verið er að keppa um. United getur tapað einum leik án þess að missa 2. sætið og það þarf þrjú töp áður en liðið þarf að byrja að stressa sig eitthvað á að missa af Meistaradeildarsæti.