Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á mánudag, leikmenn eru að spóka sig í hinum ýmsu stórborgum heimsins þessa dagana og okkur datt í hug að bjóða upp á opinn þráð þar sem lesendur okkar geta komið með umræðupunkta að eigin vali.
Eftir síðustu leikskýrslu spruttu upp áhugaverðar umræður þar sem einn af okkar dyggustu lesendum, Auðunn Atli, kom með þann punkt að við í ritstjórn Rauðu djöflanna, og fleiri, værum of mikið að einblína á vörnina sem vandamál þegar liðið ætti frekar að horfa á aðra hluti. Hvað finnst ykkur um það? Er óþarfi að styrkja vörnina mikið ef miðjan og sóknarleikurinn fær í staðinn almennilega yfirhalningu?